Álagning fasteignagjalda 2016.

 

Upphafsálagningu fasteignagjalda í Bláskógabyggð

er nú lokið fyrir árið 2016.

 

Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagningu vegna ársins 2016. Álagningaseðlar 2016 verða ekki sendir út, en hægt er að nálgast þá á www.island.is undir „Mínar síður“ og þar í pósthólfi.  Innskráning á síðuna er með veflykli ríkisskattsstjóra, íslykli eða með rafrænum skilríkjum. Forsendur álagningarinnar er einnig að finna inni á heimasíðu Bláskógabyggðar,   blaskogabyggd.is .

 

Greiðsluseðlar verða ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað, en kröfur vegna fasteignagjalda koma inná heimabanka viðkomandi gjaldenda.

Þeim, sem óska eftir að fá heimsendan greiðsluseðil, er bent á að hafa samband við skrifstofu Bláskógabyggðar í síma 480-3000 ( mánudaga – fimmtudaga frá kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.00, en föstudaga frá 9.00 – 12.00), eða á netfangið gudny@blaskogabyggd.is

Allar nánari upplýsingar um álagningu gjalda 2016 eru veittar á skrifstofu Bláskógabyggðar.

 

Bláskógabyggð.