Álagning gjalda 2008

Álagning gjalda fyrir árið 2008.
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann
4. desember 2007.

Álagningarprósenta útsvars verði 13,03% af útsvarsstofni.
Álagningarprósenta fasteignagjalda verði;
A   –  0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
B   – 1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.
C – 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. des. 2007.
Vatnsgjald verði 0,3% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.
Hámarksálagning verði kr. 18.190.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.

Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing verði kr. 9.900,- á íbúðarhús, kr. 7.300,- á sumarhús og   kr. 21.900,-
á lögbýli og smárekstur.
Með þessu gjaldi á lögbýli og smárekstur er innifalinn einn gámur á ári að lögbýli eða starfsstöð smáreksturs (hámark stöðutíma gáms er 3 dagar). Aukagjald fyrir að sækja rusl heim að húsum á Laugarvatni verði kr. 10.300,- innheimtist með fasteignagjöldum.
Að öðru leyti verða lögbýli/fyrirtæki að sjá sjálf um geymslu, flutning úrgangs
og meðhöndlun úrgangs til móttökustöðvar og greiða fyrir þá þjónustu skv. gjaldskrá flutningsaðila og móttökustöðvar (Sorpstöðvar Suðurlands).

Lóðarleiga verður 0,7% af lóðarmati.
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar,

Valtýr Valtýsson