Almannavarnafólk kynnir sér flóðahermi

Kynning á flóðahermun í Þjórsá og Ytri Rangá vegna eldgoss í Bárðarbungu fyrir almannavarnafólk var haldinn í slökkvistöðinni á Selfossi föstudaginn 19.12. s.l. Undanfarar vikur hafa starfsmenn á Orkusviði verkfræðistofunnar Verkís verið að setja saman flóðakort þar sem spáð er í það hvernig hugsanlegt flóð af völdum eldgosins í Bárðarbungu myndi hegða sér.

Um er að ræða drög sem kynnt voru. Miðað var við 6000 m3/s jökulhlaup sem kæmi í Hágöngulón og færi um Kvíslavatn niður farveg Þjórsár. Helstu niðurstöður eru þær að reiknað er með því að vatnsborð hækkaði töluvert í Þjórsá og flæddi upp fyrir bakka hennar víða, sér í lagi á láglendi, enda um að ræða mun stærra flóð en vitað er til að hafi komið áður í ána. Einnig gæti tímabundið runnið í Ytri Rangá um Rangárbotna og yfir í Hvítá á Skeiðum.

Til eru ágætar mælingar á virkjunarsvæðunum, það er aðallega á láglendi og við ár sem ekki hafa verið virkjaðar sem vantar nákvæmari landlíkön.

Ólöf Rós Káradóttir verkfræðingur á Orkusviði verkfræðistofunnar Verkís sá um kynninguna. Hún og nokkrir aðrir aðilar unnu að þessu verkefni.  Funarmenn voru ánægðir með þá vinnu sem kynnt var.
Myndir, Pétur Pétursson

Kristján Einarsson

Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um viðbrögð á síðunni  http://www.babubabu.is/