APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fellur allt starf á vegum Bláskógabyggðar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar.
Þetta á við um grunnskóla, leikskóla, og frístundastarf; einnig íþróttamannvirki, mötuneyti, gámasvæði og skrifstofur sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir mögulegt foktjón, eftir því sem unnt er. Hugað verður að snjómokstri þegar veðrið gengur niður. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum.
Bláskógabyggð