Áramótabrennur

Vegna aðstæðna í samfélaginu verður því miður að aflýsa áramótabrennum á vegum Bláskógabyggðar sem stóð til að halda í Laugarási, Reykholti og á Laugarvatni. Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Ingunnar verður haldin á malarvellinum við íþróttahúsið á Laugarvatni kl. 21:30 á gamlárskvöld.

Um leið og þakkað er fyrir árið sem er að líða sendum við ykkur öllum óskir um farsælt nýtt ár