Áramótakveðja

Bláskógabyggð sendir starfsmönnum, íbúum sveitarfélagsins, sumargestum, nærsveitungum og landsmönnum öllum bestu óskir um gæfu og gleði á nýju ári og þakklæti fyrir árið sem er að líða. Árið 2020 hefur verið mörgum erfitt en vonandi birtir til á nýju ári. Myndina sem fylgir kveðjunni tók Jón K.B. Sigfússon af glitskýjum sem prýddu himininn í vikunni.