Árshátíð nemendafélagsins

Þessi skemmtilega frétt er á heimasíðu Grunnskóla Bláskógabyggðar. Stóðst ekki mátið að birta hana hér líka.

Sl. fimmtudagskvöld var haldin árshátíð nemendafélagsins í skólanum þ.e.a.s. 7.-10 bekkjar. Nemendafélagið bauð skólunum í kring að taka þátt í hátíðinni og krafist var „gala“ klæðnaðar. Allir mættu í sínu fínasta pússi. Hátíðin hófst með borðhaldi og heimatilbúnum skemmtiatriðum frá Reykholtsdeildinni, þar sem ýmsir komu á óvart. Eftir að borðhaldi lauk lék hljómsveitin Veðurguðirnir (www.vedurgudirnir.is )  léku við mikinn fögnuð, í hljómsveitinni eru tveir fyrrverandi nemendur Reykholtsskóla, þeir Valgeir og Eyþór.