Ársreikningur Bláskógabyggðar var samþykktur á fundi sveitarstjórnar 15. maí s.l.

Samstæðureikningur samanstendur af A- og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Um er að ræða rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum.

Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir, fráveita og Bláskógaljós. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld.

 

Breytingar urðu á reikningsskilaaðferðum sveitarfélaga sem nú hafa verið innleiddar í ársreikning Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að sveitarfélagið færir nú hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags byggðasamlaga og samstarfsverkefna til samræmis við hlutfallslega ábyrgð sína.

 

Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélagsins (A- og B-hluti) var jákvæð um 20,4 millj.kr. króna samanborið við 38,4 millj. kr. rekstrarhalla árið 2021. A-hluti var rekinn með 3,6 millj.kr. afgangi, samanborið við 79,5 millj.kr. halla árið 2021..

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 301 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 162,1 millj. kr. nettó og hækka um 67,5 millj.kr á milli ára. Afskriftir nema 101,7 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta og fjármagnsgjöld 199,8 millj.kr. Tekjuskattur nemur 17,2 millj. kr.

Útsvarstekjur hækkuðu um 138,8 millj.kr. á milli ára. Útsvar og fasteignaskattar nema 1.187,4 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 448,4 millj.kr., aðrar tekjur 550,2 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 2.186,1 millj.kr. Þess ber að geta að í ársreikningi 2022 eru framlög vegna reksturs málefna fatlaðra í fyrsta sinn tilgreind með öðrum framlögum Jöfnunarsjóðs. Stafar það af breyttum reglum sem snúa að reikningsskilum byggðasamlaga og samstarfsverkefna sveitarfélaga.

Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 897,4 millj.kr. Æskulýðs- og íþróttamál taka til sín 130,5 millj.kr. og félagsþjónusta 107,7 millj.kr. Bláskógabyggð greiðir alls 947,1 millj.kr. í laun og launatengd gjöld, eða sem nam 44,5% af rekstrartekjum. Fjöldi starfsmanna í árslok var 136 í 80 stöðugildum. Rétt er að geta þess að þá er meðtalin hlutdeild Bláskógabyggðar í starfsmannafjölda 10 byggðasamlaga og samstarfsverkefna.

Skuldahlutfall samstæðunnar hækkar úr 93,8% árið 2021 í 95,5% og skýrist það af lántökum vegna fjárfestingar, auk þess sem tekjur og skuldir byggðasamlaganna og samstarfsverkefnanna 10 eru teknar með í reikninginn. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, er 65,7% árið 2022.

Fjárfestingar námu 416,8 millj.kr., sem er lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 123,7 millj.kr. og í gatnakerfi o.fl. fyrir 76,1 millj. kr. nettó. Stærstu einstöku fjárfestingarnar voru í gatnagerð, þar sem fjárfest var fyrir 158,8 millj.kr., en á móti þeirri fjárfestingu komu gatnagerðargjöld að fjárhæð kr. 82,3 millj.kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 119,6 millj.kr. nettó, að stærstum hluta í hitaveitu og í fráveitu. Frá fjárfestingum innan B-hluta dragast tengigjöld veitna og styrkir til fráveitu- og ljósleiðaraframkvæmda.

Ný lán voru tekin á árinu fyrir 303 millj.kr. Afborganir langtímalána námu 123,3 millj.kr. Veltufé frá rekstri nam 262 millj.kr. og var um 50 millj.kr. yfir áætlun. Veltufé sem hlutfall af rekstrartekjum var 12%. Handbært fé frá rekstri nam 276,5 millj.kr.

Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr):
Rekstrartekjur: 2.186.130
Rekstrargjöld: -1.884.549
Afskriftir -101.714
Fjármagnsgjöld: -162.154
Tekjuskattur: -17.298
Rekstrarniðurstaða: 20.416

Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 3.019.328
Veltufjármunir: 547.448
Eignir samtals: 3.566.776

Skuldir og eigið fé:
Eigið fé: 1.479.259
Langtímaskuldir: 1.608.166
Skammtímaskuldir: 452.852
Skuldir alls: 2.087.517
Eigið fé og skuldir samtals: 3.566.776

Nettó fjárfestingar ársins: 334.323

Handbært fé um áramót: 224.272

Veltufjárhlutfall samstæðu: 1,21
Eiginfjárhlutfall samstæðu: 41,5%
Skuldahlutfall: 95,5%
Skuldaviðmið skv. reglugerð 65,7%
Jafnvægisregla – rekstrarjöfnuður 43.120