Atvinna
Laust er til umsóknar starf umsjónamanns fasteigna/húsvarðar hjá Þjónustu- og framkvæmdasviði Bláskógabyggðar. Um er að ræða fullt starf með sveigjanlegum vinnutíma, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. janúar 2012.
Ábyrgðar- og starfssvið:
- Umsjónarmaður sér um skráningu á nýtingu Aratungu og Bergholti, hvort sem það er til einstaklinga, lögaðila eða félagasamtaka.
- Umsjónamaður hefur eftirlit með að sú starfsemi sem fer fram viðkomandi húsnæði sé í samræmi við lög og reglur.
- Umsjónarmaður gætir þess að rekstur Aratungu og Bergholts uppfylli opinbera staðla varðandi þrif og öryggi.
- Umsjónamaður skal fylgjast vel með og bera ábyrgð á mannvirkjum, áhöldum, tækjum og tæknibúnaði er tilheyrir félagsheimilinu Aratungu og Bergholti.
- Umsjónamaður ber ábyrgð á að aðstaða viðkomandi húsnæðis sé fullnægjandi hverju sinni.
- Umsjónarmaður skal hafa frumkvæði að þróun starfsemi Aratungu og Bergholts og koma tillögum þar að lútandi til sviðsstjóra.
- Umsjónarmaður ber ábyrgð á að ræsting húsnæðisins, sem skilgreint er í viðauka 1, uppfylli almennar kröfur um hreinlæti og hollustu, og að ræsting sé rétt framkvæmd og að hagkvæmni sé gætt.
- Umsjónamaður skal haga vinnu sinni í samræmi við þarfir og vilja þeirra aðila sem eru fulltrúar fastrar leiguaðstöðu í Aratungu.
Tíðni ræstingar skal vera í samræmi við notkun viðkomandi húsnæðis, þannig að dagleg notkun kallar á daglega ræstingu og einstök notkun kallar á uppáfallandi ræstingu.
Hæfniskröfur:
- Stundvísi, reglusemi og færni í almennum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð yfirsýn.
- Vera handlaginn og geta sinnt minniháttar viðhaldi.
- Þekking á reglugerðum um starfsemi félagsheimila og samkomustaða.
- Þekkja reglur um öryggi á vinnustöðum.
- Kunna hjálp í viðlögum.
- Þekkja og tileinka sér rétta og eðlilega líkamsbeitingu.
Færni í að skapa liðsheild í starfsmannahópnum.
Umsóknarfrestur er til 12. desember 2011. Nánari upplýsingar veitir Kristinn J. Gíslason Sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmadasviðs Bláskógabyggðar í síma 860-4440.