Atvinna

Laust er til umsóknar starf umsjónamanns fasteigna/húsvarðar hjá Þjónustu- og framkvæmdasviði Bláskógabyggðar. Um er að ræða starf með sveigjanlegum vinnutíma, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann
1. júlí 2014.

Umsjónarmaður sér m.a. um skráningu á nýtingu Aratungu og Bergholti, hvort sem það er til einstaklinga, lögaðila eða félagasamtaka einnig skal umsjónamaður fylgjast vel með og bera ábyrgð á mannvirkjum, áhöldum, tækjum og tæknibúnaði er tilheyrir félagsheimilinu Aratungu og Bergholti.

Starfsmaður þarf að vera stundvís, reglusamur og hafa góða færni í almennum samskiptum, jafnframt því þarf hann að vera handlaginn og geta sinnt minniháttar viðhaldi.

Umsóknarfrestur er til 24. júní 2014. Nánari upplýsingar veitir Kristinn L. Aðalbjörnsson sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmadasviðs Bláskógabyggðar í síma 860-4440.