Atvinna í boði Matráður í Aratungu

Atvinnuauglýsing

Matráður Aratungu

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir starf matráðs Aratungu, Reykholti, laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2014.

Matráður Aratungu ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri mötuneytisins í Aratungu. Mötuneytið er m.a. skólamötuneyti Bláskógaskóla í Reykholti og leikskólans Álfaborgar.  Aratunga er jafnframt félagsheimili og þar er skrifstofa Bláskógabyggðar staðsett.

Lögð er áhersla á að umsækjandi hafi fagmenntun í matreiðslu.  Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða samskiptahæfileika, sé stundvís, geti unnið sjálfstætt og sýni frumkvæði í störfum sínum.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k. Umsóknir berist til Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss, netfang valtyr@blaskogabyggd.is, sem veitir nánari upplýsingar í síma 480-3000.