Atvinna í boði, skólastjóri leikskólans Álfaborgar

Sveitarfélagið Bláskógabyggð er staðsett í uppsveitum Árnessýslu og nær yfir Biskupstungur, Laugardal og Þingvallasveit. Það er framsækið sveitarfélag í örum vexti þar sem búa tæplega 1000 íbúar. Þrír þéttbýliskjarnar eru í sveitarfélaginu, þ.e. Laugarás, Laugarvatn og Reykholt.  Leikskólinn Álfaborg er staðsettur í Reykholti, sem er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík.  Góð þjónusta er hjá sveitarfélaginu, þ.á. m. góður grunnskóli  og leikskólar, bókasöfn og íþróttaaðstaða.

Skólastjóri leikskólans Álfaborgar

Reykholti, Bláskógabyggð

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir starf leikskólastjóra Álfaborgar, Reykholti, laust til umsóknar.

Álfaborg er tveggja deilda leikskóli með um 30 nemendur og 10 starfsmenn í mismunandi starfshlutföllum. Í Álfaborg er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, barna, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans.

Aðalverkefni leikskólaskólastjóra er að bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri og veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og framþróunar skólastarfsins.
Óskað er eftir umsækjanda með leikskólakennaramenntun. Ennfremur að viðkomandi hafi stjórnunarreynslu og stjórnunarhæfileika. Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða samskiptahæfileika og áhuga á skólaþróun.

Umsóknarfrestur er til 20. júní n.k. Umsóknir berist til Valtýs Valtýssonar, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss, netfang valtyr@blaskogabyggd.is, sem veitir nánari upplýsingar í síma 480-3000.