Atvinna – Sviðsstjóri þjónustu – og framkvæmdasviðs

Bláskógabyggð – Sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs
Bláskógabyggð auglýsir laust starf sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra.

Leitað er að metnaðarfullum stjórnanda með ríka samskiptafærni. Starfsstöð viðkomandi er í Reykholti í Bláskógabyggð. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Starfssvið

• Ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðvar, Félagsheimilinu Aratungu, Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti, Eignasjóði, Fráveitu og Leiguíbúðum

• Starfsmannahald

• Gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra

• Umsjón með viðhaldi mannvirkja og eigna sveitarfélagsins

• Umsjón með lóðum og lendum sveitarfélagsins

• Ábyrgð og eftirlit með öryggismálum

• Umsjón með sorphirðu sveitarfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur

• Rekstrar-, verk- eða tæknifræðimenntun sem nýtist í starfi

• Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri

• Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð

• Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum

• Þekking á sviði framkvæmda er æskileg

• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg

• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni

Bláskógabyggð varð sveitarfélag 9. júní 2002 en þá sameinuðust Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur og Þingvallahreppur. Íbúar eru alls 939. Bláskógabyggð er mjög landstórt og víðfemt sveitarfélag. Öflugt félagslíf er í sveitarfélaginu. Hefð er fyrir miklu skólasamfélagi á Laugarvatni, en þar eru öll skólastig; leikskóli, grunnskóli, menntaskóli og háskóli. Ferðaþjónusta er mjög stór atvinnugrein í Bláskógabyggð og matvælaframleiðsla mikil. Menning er á háu stigi um allt sveitarfélagið og það skartar fjölförnustu ferðamannastöðum landsins; Þingvöllum, Laugarvatni, Geysi, Gullfossi og Skálholti. Sjá nánar á heimasíðunni: www.blaskogabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.