Atvinnuauglýsing

Aðstoðarmatráður í Aratungu óskast í afleysingar vegna ótímabundinna veikinda.

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir starf aðstoðarmatráðs Aratungu, Reykholti, laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Aðstoðarmatráður í Aratungu sinnir aðstoð í eldhúsi og þrifum í sal. Mötuneytið er m.a. skólamötuneyti Bláskógaskóla í Reykholti og leikskólans Álfaborgar.  Aratunga er jafnframt félagsheimili og þar er skrifstofa Bláskógabyggðar staðsett.

Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða samskiptahæfileika, sé stundvís, geti unnið sjálfstætt og sýni frumkvæði í störfum sínum.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 28.. maí n.k. Umsóknir berist til Steinunn Lilja Heiðarsdóttir , matráðs Bláskógabyggðar, Aratungu, 801 Selfoss, netfang eldhus@blaskogabyggd.is  sem veitir nánari upplýsingar í síma 865-7916.