Auglýsing um skipulagsmál
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
- Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Torfastaða. Svæði fyrir verslun- og þjónustu vestan við Álftavatn.
Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir um 20 spildu úr landi Torfastaða við vestanvert Álftavatn. Fyrirhugað er að breyta svæðinu úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem fyrirhugað er að gera ráð fyrir uppbyggingu tengda ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði heimilt að byggja mannvirki fyrir gistingu (hótel og/eða smáhýs) auk þjónustuhúss.
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi
- Breyting á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í Bláskógabyggð, Brennimelslína 1. Færsla á línu og stækkun.
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Brennimelslínu 1. Mistök urðu við gerð gildandi aðalskipulags á þann veg að ekki var gerð grein fyrir núverandi 200 kV línu sem liggur um vesturjaðar sveitarfélagsins á um 1,8km kafla. Í breytingunni er því verið að afmarka háspennulínuna inn á uppdrátt auk þess sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að endurbyggja línuna samhliða þeirri núverandi og auka spennu hennar í 400 kV. Eldri lína verður fjarlægð eftir endurbyggingu.
- Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, í Bláskógabyggð, á spildu úr landi Kjarnolts, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.
Lögð fram til kynningar breyting á aðalskipulag sem felst í að um 14 ha svæði úr landi Kjarnholts sem er í dag skilgreint sem frístundabyggð breytist í landbúnaðarsvæði. Á svæðinu er einnig í gildi deiliskipulag fyrir stórar frístundahúsalóðir. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á hluta svæðisins sem nýtt verður til hrossaræktar auk mögulegrar ferðaþjónustu í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:
- Deiliskipulag fyrir Skálholt í Bláskógabyggð. Heildarendurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna heildardeiliskipulags fyrir jörðina Skálholt í Bláskógabyggð. Fyrirhugað er að vinna deiliskipulag sem nær til byggingarsvæðis fyrir starfsemi tengda Skálholtsskóla og Skálholtskirkju, áætlaða miðaldakirkju og þjónustu fyrir ferðamenn, skógræktarsvæða og annarra svæða innan jarðarinnar.
- Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli við Brúará úr landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð.
Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags fyrir nýtt lögbýli á lóðinni Efri-Reykir lóð 2 sem eru um 2,5 ha að stærð og liggur að Brúará með aðkomu frá Reykjavegi nr. 355. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu á lögbýlinu.
- Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu úr landi Kjóastaða 1 í Bláskógabyggð (lnr. 220934).
Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags verslunar- og þjónustusvæðis á spildu vestan við aðkomuveg að bæjartorfu Kjóastaða. Fyrirhugað er að byggja tvö hús fyrir ferðaþjónustunot auk þess sem komið verður upp tjaldsvæði. Lýsingin er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi svæðisins (mál nr. 3) sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. október 2013.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:
- Deiliskipulag og umhverfisskýrsla fyrir fjallasel við Hlöðuvelli í Bláskógabyggð. (Uppdr.) (Greinarg.)
Tillaga að deiliskipulagi fyrir fjallaselið Hlöðuvelli í Bláskógabyggð og matslýsing skv. ákvæðum laga um umhverfismat áætlana. Helstu viðfangsefni deiliskipulags verður að staðfesta lóðarmörk sem forsendu fyrir leigusamningi, stækkun/endurnýjun salernishúss, afmarka byggingarreit fyrir nýjan gistiskála eða stækkun á núverandi húsi og afmarka byggingarreit fyrir stækkun á hesthúsi.
- Deiliskipulag og umhverfisskýrsla fyrir skálasvæði við Hagavatn í Bláskógabyggð. (Uppdr.) (Greinarg.)
Tillaga að deiliskipulagi fyrir skálasvæði við Hagavatn í Bláskógabyggð og matslýsing skv. ákvæðum laga um umhverfismat áætlana. Helstu viðfangsefni deiliskipulags er afmarka að staðfesta lóðarmörk sem forsendu fyrir leigusamningi, stækkun/endurnýjun salernishúss, afmarka byggingarreit fyrir nýjan gistiskála.
- Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Iðu II, Bláskógabyggð, á svæði milli gamla og nýja Skálholtsvegar.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Iðu II. Deiliskipulagssvæðið er um 11 ha að stærð og liggur á milli núverandi og þjóðvegar og gamla Skálholtsvegar, neðan við frístundabyggð í austuhlið Vörðufells. Lóðirnar eru 12 talsins og allar 0,8 ha að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03 og á hverri lóð má reisa eitt frístundahús og eitt aukahús. Hámarksstærð aukahúss er 30 fm.
- Deiliskipulag fyrir lögbýlið Yrpuholt í Flóahreppi. Íbúðarhús, gestahús, hesthús og skemma.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Yrpuholt lnr. 166352 sem liggur upp að Villingaholtsvegi (nr. 305). Tillagan gerir ráð fyrir að á svæðinu verði heimilt að reisa 400 fm íbúðarhús, 200 fm gestahús, 300 fm hesthús og 600 fm skemmu.
- Deiliskipulag alifuglabús í landi Miklaholtshelli, Flóahreppi. Landbúnaðarsvæði
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi í landi Miklholtshelli lnr. 166267. Á jörðinni er í dag rekið alifuglabú og er markmið deiliskipulagsins að undirbyggja þá starfsemi með því að gera ráð fyrir byggingu nýs alifuglahúss fyrir um 15 þúsund varphænur á svæði suðaustan af bæjarhlaði, handan Ölvisholtsvegar.
- Deiliskipulag nýs lögbýlis (Reyrhagi) úr landi Gafls í Flóahreppi.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt lögbýli á spildunum Gafl lóð 1 lnr. 218942 og Gafl lóð 2 lnr. 218943. Á spildu 1, sem er 15 ha og er vestan Hamarsvegar, eru tveir byggingarreitir, á reit B1 er gert ráð fyrir íbúðarhúsi, bílgeymslu og gestahús og á reit B2 er gert ráð fyrir hesthúsi, reiðhöll og tækjaskemmu. Á spildu 2, austan Hamarsvegar, er einnig byggingarreitur (B3) þar sem gert er ráð fyrir hesthúsi, reiðhöll og tækjaskemmu.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinnihttp://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.
Skipulagstillögur nr. 1 – 6 eru í kynningu frá 17. til 30 október 2013 en tillögur nr. 7-12 frá 17. október til 29. nóvember 2013. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 – 6 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 30. október 2013 en 29. nóvember fyrir tillögur nr. 7 – 12. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi
petur@sudurland.is