Auglýsing um skipulagsmál

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Samkvæmt 2. mgr.  36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórna varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

 1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Miðengis. Stækkun frístundabyggðarinnar Bústjórabyggð.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 5. febrúar 2014 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Miðengi. Í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð stækkar um 2 ha til norðvesturs, meðfram aðkomuvegi að Miðeng. Svæðið er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Að mati sveitarstjórnar er breytingin það óveruleg að ekki er þörf á málsmeðferð skv. 30. – 32. gr. skipulagslaga

Samkvæmt 1. mgr.  30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 1. Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Smávirkjun.

Lýsing breytingar sem felur í sér að gert er ráð fyrir allt að 480 kW rennslisvirkjun í Heiðará og Þverá í landi Lækjarhvamms. Stífla í Heiðará verður í 115 m.y.s., 50 m breið og 4 m há og lónið um 0,2 ha að stærð. Stífla í Þverá verður í 114 m.y.s., 100 m breið og 5 m há og lónið um 0,5 ha. Frá stíflu við Þverá verður 950 m aðveitulögn að stöðvarhúsi við Grafará.

 1. Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað íbúðarsvæðis.

Lýsing breytingar sem felur í sér að íbúðarsvæði í landi Austureyjar breytist í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Í gildandi deiliskipulagi svæðisins eru afmarkaðar 4 íbúðarhúsalóðir á svæðinu þar sem byggja má allt að 400 fm íbúðarhús. Gert er ráð fyrir að í stað íbúðarhúsalóða verði á svæðinu ein lóð fyrir allt að 1.600 fm gistihús/hótel.

Samkvæmt 2. mgr.  30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi

 1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt. Breyting á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg.

Í breytingunni felst að hluti Lyngbrautar verði botnlangi út frá Biskupstungnabraut sem mun ná inn fyrir núverandi aðkomu að lóðinni Lyngbraut 5. Aðkoma að lóðunum Lyngbraut 1, 2, 3 og 5 verða frá þessum botnlanga, en ekki verður lengur hægt að aka um Lyngbraut að öðrum lóðum innan þéttbýlisins. Þá er einnig gert ráð fyrir að aðkoma að lóðinni Lyngbraut 5 frá Bjarkarbraut verði felld niður.

 1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Biskupstungnabraut. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað frístundabyggðar.

Um er að ræða um 20 ha spildu úr landi Klausturhóla við Biskipstungnabraut þar sem í dag er í gildi deiliskipulag fyrir 28 frístundahúsalóðir. Gert er ráð fyrir að breyta landnotkun svæðisins í verslunar- og þjónustusvæði þar sem fyrirhugað er að reisa um 50 orlofshús auk þjónustuhúss. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins fylgir með til skýringar.

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagstillögum: 

 1. Deiliskipulag smávirkjunar fyrir fjarskiptastöð Neyðarlínunnar við Bláfell í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið nær  til svæðis við fjallið Bláfell á Kili þar sem fyrirhugað er að koma upp 10-20 kW smávirkjun til að sjá fjarskiptastöð Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Stífla, stöðvarhús og önnur mannvirki verða staðsett í um 620 m hæð.

 1. Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli við Brúará úr landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð.

Tilllaga að deiliskipulagi fyrir nýtt lögbýli á lóðinni Efri-Reykir lóð 2 sem eru um 2,5 ha að stærð og liggur að Brúará með aðkomu frá Reykjavegi nr. 355. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu á lögbýlinu.

Samkvæmt 1. mgr.  31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi

 1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Kjóastaða. Verslun og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis.

Breytingartillagan gerir ráð fyrir að um 12 ha svæði úr landi Kjóastaða 1, spilda með lnr. 220934, breytist í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem fyrirhugað er að byggja upp ferðaþjónustu. Á svæðinu er gert ráð fyrir tjaldsvæði auk þess sem heimilt verður að reisa a.m.k. 2 hús fyrir gistingu og aðra þjónustu s.s. veitingasölu. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

 1. Deiliskipulag Sjónarhóls í Ásahreppi. Íbúðarhús og skemma.

Auglýst að nýju deiliskipulag sem tekur til um 2,9 ha spildu sem heitir Sjónarhóll (lnr. 198871) og er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 500 fm skemmu til viðbótar við núverandi íbúðarhús og jarðhýsi. Aðkoma að svæðinu er um Heiðarveg nr. 284.

 1. Deiliskipulag friðlands við Gullfoss og næsta nágrennis ásamt umhverfisskýrslu, Bláskógabyggð.

Deiliskipulag fyrir friðlandið við Gullfoss og nánasta umhverfi þess auk verslunar- og þjónustusvæðis (Gullfosskaffi) í landi Brattholts. Markmið tillögunnar er að tryggja verndun friðlýsta svæðisins með uppbyggingu mannvirkja sem falla vel að ásýnd umhverfisins og auðvelda gestum aðgengi um svæðið. Nær tillagan til uppbyggingar stígakerfis svæðisins, útsýnisstaða, aðkomuleiða og bílastæða auk mannvirkja á verslunar- og þjónustusvæði.

 1. Deiliskipulag bæjartorfu Miðdalskots og næsta nágrennis, Bláskógabyggð.

Skipulagssvæðið er um 13 ha stærð og nær yfir núverandi bæjartorfu auk svæðis til norðvesturs af henni. Gert er ráð fyrir að byggt verði nýtt íbúðarhús, nýtt útihús auk þess sem heimilt verður að stækka þau hús sem þegar eru til staðar. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu allt að 5 útleiguhúsa í tengslum við ferðaþjónustu bænda.

 1. Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu úr landi Kjóastaða 1 í Bláskógabyggð (lnr. 220934).

Deiliskipulagi tæplega 12 ha spildu úr landi Kjóastaða (lnr. 220934), vestan við aðkomuveg að bæjartorfu Kjóastaða. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta svæðið að hluta fyrir tjaldsvæði auk þess sem heimilt verður að reisa tvö hús fyrir gistingu og veitingarekstur. Breyting á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhlið.

 1. Deiliskipulag fyrir miðsvæði Flúða í Hrunamannahreppi.

Deiliskipulagssvæðið er um 31 ha að stærð og nær til suðvesturhluta Flúða. Það afmarkast að stórum hluta af þéttbýlismörkum til suðurs, til norðurs af Langholtsvegi, lóð hótels og Akurgerðisreits og til austurs af Hrunamannavegi. Innan skipulagssvæðisins eru í gildi tvær skipulagsáætlanir, fyrir Suðurbrún og Grund, og falla þær úr gildi með nýju skipulagi. Árið 2002 var samþykkt deiliskipulag sem náði yfir stóran hluta miðsvæðis Flúða en það tók aldrei formlega gildi. Markmið nýs deiliskipulags er að marka stefnu um skipulag miðsvæðis með þeirri byggð, stofnunum og þjónustustarfsemi sem þar er að finna s.s. grunn- og leikskóli, félagsheimili, verslun, sundlaug, íþróttahús og íbúðasvæði. Skipulagið nær einnig til svæðis í næsta nágrenni miðsvæðisins, bæði opinna svæða, íbúðar- og atvinnulóða

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.

Skipulagstillögur nr. 2 – 7 eru í kynningu frá 20.mars til 2. apríl 2014 en tillögur nr. 8-13 frá 20. mars til 2. maí. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 2 – 7  þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. apríl 2014 en 2. maí fyrir tillögur nr. 78- 13.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is