Auglýsing um skipulagsmál

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Samkvæmt 1. mgr.  30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

  1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns í Bláskógabyggð. Nýtt efnistökusvæði við Höfðaflatir.

Lýsing breytingar sem felur í sér að gert er ráð fyrir nýju efnistökusvæði í sameignarlandi Úthlíðar, Stekkholts og Hrauntúns sunnan Högnhöfða, í jaðri Úthliðarhrauns. Svæðið hefur þegar verið raskað að hluta í tengslum við efnistöku til eigin nota innan jarðarinnar en nú er gert ráð fyrir að heimilt verði að taka allt 30 þúsund rúmmetra efnis. Gerð er breyting á hálendisuppdrætti aðalskipulagsins og greinargerð.

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi lýsing deiliskipulagsverkefnis: 

  1. Deiliskipulag nýbýlisins Hrafnshagi úr landi Arabæjar í Flóahreppi.

Skipulagið nær til nýbýlisins Hrafnshagi sem er 45,3 ha að stærð úr landi Arabæjar. Gert er ráð fyrir að á svæði ofan við Villingaholtsveg nr. 305 verði afmarkaður byggingarreitur þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, og landbúnaðarbyggingar (t.d. hesthús, reiðhöll), samtals allt að 5.000 fm.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

  1. Deiliskipulag 3,73 ha spildu úr landi Hnaus lnr. 166346 í Flóahreppi. Bygging frístundahúss og skemmu.

Deiliskipulag sem nær til 3,73 ha spildu úr landi Hnaus lnr. 166346 þar sem heimilt verður að byggja frístundahús sem er allt að 200 fm að grunnfleti þar sem mænishæð frá jörðu má vera allt að 6 m. Þá er að auki gert ráð fyrir 210 fm skemmu á einni hæð, mænishæð ekki hærri en 5 m. Aðkoma að spildunni er frá núverandi afleggjara að Hnausi í gegnum gróðrastöðina.

  1. Deiliskipulag fyrir nýtt fjós á bæjartorfu Gunnbjarnarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Deiliskipulag sem nær til svæðis á bæjartorfu jarðarinnar Gunnbjarnarholt (lnr. 166549). Innan skipulagssvæðis er í dag 750 fm fjós og 350 fm hús geldneyti og hlöðu. Afmarkaður er 7.250 fm byggingarreitur þar sem heimilt verður að byggja allt að 5.000 fm fjós með áburðarkjallara, með allt að 12 m mænishæð. Gert er ráð fyrir að nýtt fjós verði byggt utan um núverandi fjós.

  1. Breyting á deiliskipulagi innan þéttbýlisins á Flúðum í Hrunamannahreppi. Svæði milli Skeiða- og Hrunamannavegar og Högnastaðaáss

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem nær til íbúðar- og athafnasvæðis milli Skeiða- og Hrunamannvegar og Högnastaðaáss. Nær skipulagssvæðið yfir göturnar Ása-, Högna- og Smiðjustíg, Austurhof og Sneiðin. Innan svæðisins eru í gildi nokkrar deiliskipulagsáætlanir sem hver og ein nær yfir nokkrar lóðir án tengsla við aðliggjandi svæði. Með nýju deiliskipulagi er verið að samræma skilmála og búa til heildstæða mynd af svæðinu.

  1. Breyting á deiliskipulagi innan þéttbýlisins á Flúðum í Hrunamannahreppi. Svæði milli Torfdalur og Vesturbrún.

Um er að ræða deiliskipulag sem nær til um 16 ha svæðis á Flúðum, milli Langholtsvegar í suðri og Litlu-Laxár í norðri. Innan svæðisins eru í gildi 3 skipulagsáætlanir sem falla inn í nýtt deiliskipulag. Er það deiliskipulag Lambatanga sem nær til svæði hestamanna og tvær deiliskipulagsáætlanir fyrir hluta íbúðarsvæðis við Vesturbrún. Með nýju deiliskipulagi er verið að samræma skilmála og búa til heildstæða mynd af svæðinu.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.

Skipulagstillögur nr. 1 – 2 eru í kynningu frá 30. apríl til 15. maí 2014 en tillögur nr. 3 – 6 frá 30. apríl til 12. júní. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 – 2  þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 15. maí 2014 en 12. júní fyrir tillögur nr. 3 – 6.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is