Auglýsing um skipulagsmál

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Samkvæmt 2. mgr.  36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

 1. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á spildu úr landi Álfsstaða. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi 1. apríl 2014 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á spildu úr landi Álfsstaða. Í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð, merkt F16, minnkar um 12,3 ha og verður 57,7 ha eftir breytingu í stað 70 ha. Umrætt svæði breytist í landbúnaðarsvæði til samræmis við aðliggjandi svæði.  Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og því ekki þörf á málsmeðferð skv. 30. – 32. gr. skipulagslaga.

Samkvæmt 1. mgr.  30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja. Nýtt efnistökusvæði.

Lýsing breytingar aðalskipulags ásamt matslýsingu vegna nýs efnistökusvæði, Hrosshóll, syðst í landi Syðri-Reykja. Aðkoma að námunni verður frá Reykjavegi um 1,2 km langan veg meðfram suðurmörkum jarðarinnar. Náman mun ná yfir allt að 49 þúsund rúmmetra svæði og mun efnismagn vera allt að 149 þúsund rúmmetrar.

Samkvæmt 2. mgr.  30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingum á aðalskipulagi

 1. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Stækkun Búrfellsvirkjunar.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW með nýju stöðvarhúsi í Sámstaðaklifi ásamt tilheyrandi framkvæmdum. Fyrirhugað virkjanasvæði er að mestu leyti milli Búrfells og Sámstaðamúla og hefur því þegar verið raskað að stærstum hluta í tengslum við fyrri framkvæmdir við Búrfellsvirkjun. Afmarkað er nýtt iðnaðarsvæði, merk Í1a, sem er innan svæðis sem í dag er skilgreint sem svæði blandaðrar landnotkunar iðnaðarsvæðis- og opins svæðis til sérstakra nota, merkt Í1. Þá er gert ráð fyrir tveimur nýjum efnistökusvæðum, E8 sem er grjótnáma á iðnaðarsvæði í Sámstaðamúla og E9 sem er náma við ísakot.

 1. Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Smávirkjun.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir allt að 480 kW rennslisvirkjun í Heiðará og Þverá í landi Lækjarhvamms. Stífla í Heiðará verður í 115 m.y.s., 50 m breið og 4 m há og lónið um 0,2 ha að stærð. Stífla í Þverá verður í 114 m.y.s., 100 m breið og 5 m há og lónið um 0,5 ha. Frá stíflu við Þverá verður 950 m aðveitulögn að stöðvarhúsi við Grafará.

 1. Breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 1. Svæði fyrir verslun- og þjónustu í stað íbúðarsvæðis.

Í breytingunni felst að íbúðarsvæði í landi Austureyjar breytist í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Í gildandi deiliskipulagi svæðisins eru afmarkaðar 4 íbúðarhúsalóðir á svæðinu þar sem byggja má allt að 400 fm íbúðarhús. Gert er ráð fyrir að í stað íbúðarhúsalóða verði á svæðinu ein lóð fyrir allt að 1.600 fm gistihús/hótel.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

 1. Deiliskipulag smávirkjunar fyrir fjarskiptastöð Neyðarlínunnar við Bláfell í Bláskógabyggð.

Deiliskipulagið nær  til svæðis við fjallið Bláfell á Kili þar sem fyrirhugað er að koma upp 10-20 kW smávirkjun til að sjá fjarskiptastöð Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Stífla, stöðvarhús og önnur mannvirki verða staðsett í um 620 m hæð.

 1. Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli við Brúará úr landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt lögbýli á lóðinni Efri-Reykir lóð 2 sem eru um 2,5 ha að stærð og liggur að Brúará með aðkomu frá Reykjavegi nr. 355. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu á lögbýlinu.

 1. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar á spildu sem kallast Engjateigur úr Álfsstöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Íbúðarhús, hesthús og gistihús.

Í gildi er deiliskipulag fyrir um 20 ha svæði þar sem afmarkaðar eru 6 frístundahúsalóðir á bilinu 9.000 til 23.491 fm auk þriggja 600 fm lóða fyrir hesthús. Breytingin gerir ráð fyrir að til viðbótar verði gert ráð fyrir þremur nýjum lóðum, eina fyrir allt að 250 fm íbúðarhús aðra fyrir allt að 200 fm hesthús og þá þriðju fyrir allt að 400 fm gistihús. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við óverulega breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. apríl og er sú niðurstaða kynnt hér samhliða (sjá mál nr. 1).

 1. Breyting á skilmálum frístundabyggðar í landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi má þakhalli frístundahúsa vera á bilinu 15-45 gráður en breytingin gerir ráð fyrir að heimilt verði að vera með flatt þak, það er að segja að þakhalli frístundahúsa megi vera á bilinu 0-45 gráður.

 1. Breyting á deiliskipulagi Skógræktar ríkisins að Skriðufelli í Þjórsárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skilmálar hjólhýsasvæðis.

Um er að ræða ýmsar breytingar er varða reglur sem gilda á hjólhýsasvæði Skógræktar ríkisins í Skriðufelli s.s. varðandi leyfilegar framkvæmdir, umgengni o.fl.

 1. Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Miðengis í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjórar nýjar íbúðarhúsalóðir.

Um er að ræða íbúðarsvæði merkt sem íb9 í aðalskipulagi sveitarfélagsins og er staðsett á svæði rétt sunnan við bæjartorfu Miðengis. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi eru tvær íbúðarhúsalóðir á svæðinu en breytingin gerir ráð fyrir að bætt verði við fjórum 900 fm íbúðarhúsalóðum norðaustan við núverandi hús.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.

Skipulagstillögur nr. 2 – 5 eru í kynningu frá 22. maí til 12. júní 2014 en tillögur nr. 6 – 11 frá 22. maí til 4. júlí. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 2 – 5  þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 12. júní 2014 en 4. júlí fyrir tillögur nr. 6 – 11.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is