Auglýsing um skipulagsmál

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi lýsing deiliskipulagsverkefnis: 

  1. Deiliskipulag frístundahúsalóðar í landi Jaðars I í Hrunamannahreppi.

Kynnt er lýsing skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags frístundahúsalóðar í landi Jaðars I. Skipulagssvæðið er um 2,5 til 3 ha að stærð og er framan Hádegishæðar í um 240 m hæð yfir sjávarmáli. Aðkoma að húsinu verður frá núverandi afréttarvegi.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

  1. Breyting á deiliskipulagi Laugarvatns í Bláskógabyggð. Lóð fyrir bálskýli ofan við þjóðveg.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugarvatns á svæði í hlíðinni ofan við þjóðveg, suðvestan við sameiginlegan aðkomuveg að verslunar- og þjónustulóð (fyrrverandi tjaldmiðstöð), tjaldsvæði og skógi. Lóðin er 3.750fm að stærð og verður heimilt að byggja þar allt að 170 fm bálskýli og salerni. Þá er gert ráð fyrir bílastæðum við aðkomuveg sem tengist áningarstað með þreplausum stíg.

  1. Breyting á deiliskipulagi Laugarvatns í Bláskógabyggð sem nær til lóða við Dalbraut 10 og 12. Nýtingarhlutfall og bílastæði.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugarvatns sem felst í að nýtingarhlutfall lóðarinnar Dalbraut 10 fer úr 0,45 í 0,8 þar sem fyrirhugað er að stækka núverandi gistiheimili úr rúmlega 600 fm í um 1.060 fm. Stækkunin verður innan núverandi byggingarreits. Þá er gert ráð fyrir fjölgun bílastæða til norðurs út frá lóðinni Dalbraut 12, en lóðirnar Dalbraut 10 og 12 munu samnýta stæði.

  1. Deiliskipulag fyrir spildu úr landi lögbýlisins Lindatungu í Bláskógabyggð. Íbúðarhús og skemma. Endurauglýsing.

Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi yfir nýja 22.025 fm spildu úr landi Lindatungu lnr. 167075 þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 250 fm íbúðarhús og 300 fm bílskúr/skemmu. Aðkoma að spildunni er um veg að húsi Lindatungu rétt austan Andalækjar og er spildan norðan við núverandi íbúðarhús.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm.

Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 10. – 28. júlí 2014 en tillögur nr. 2 til 4 frá 10. júlí til 22. ágúst. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. júní 2014 en 22. ágúst fyrir tillögur nr. 2 – 4.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is