AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Þann 7. janúar sl. birtist auglýsing þar sem kynntar voru nokkrar aðal- og deiliskipulagsáætlanir í sveitarfélögunum Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. Í auglýsingunni kom ranglega fram að frestur til að gera athugasemdir við eftirfarandi skipulagsáætlanir væri 12. febrúar n.k. þegar hið rétta er að athugasemdafrestur á að vera til 19. febrúar 2016.

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Koðrabúðir úr landi Heiðar í Bláskógabyggð. Skilmálabreyting.

Deiliskipulag fyrir lóðina Sökk 5 úr landi Efri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þrjár frístundahúsalóðir.

Deiliskipulag fyrir 1 ha svæði úr landi Langholts 2 (lnr. 166249) í Flóahreppi. Frístundahús til nota í ferðaþjónustu.

Deiliskipulag fyrir lóðina Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Íbúðarhúsalóðir.

Deiliskipulag fyrir tvær frístundahúsalóðir úr landi Heiðarbæjar í Bláskógabyggð. Lóðir með lnr. 170186 og 222397.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is