Auglýsing um skipulagsmál

AUGLÝSING UM  SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012
vegna tilfærslu Gjábakkavegar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Í breytingunni felst eftirfarandi:
• Hluti stofnbrautar fyrirhugaðs Gjábakkavegar færist til suðurs.
• Tengibraut (1,7 km) er lögð vestan Blöndumýrar frá nýjum vegi að núverandi Gjábakkavegi.
• Hverfisvernd í kringum Blöndumýri og Breiðumýri er endurskoðuð og gert ráð fyrir nýjum hverfisverndarsvæðum við Beitivelli og Laugarvatnsvelli.
• Gert er ráð fyrir þremur nýjum efnistökusvæðum og staðsetning annarra efnisnáma er leiðrétt.
• Svæði fyrir frístundabyggð í landi Eyvindartungu minnkar um 18 ha.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 21. desember 2007 til 14. janúar  2008. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna og skulu þær berast skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 14. janúar 2008.  Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu