Auglýsing um skipulagsmál

AUGLÝSING UM  SKIPULAGSMÁL

Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:  

 1. Tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, námur í landi Minna-Hofs og Miðhúsa.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir tveimur nýjum námum sem nýta á í tengslum við uppbyggingu nýs tengivegar yfir Þjórsá, milli Þjórsárdalsvegar og Landvegar. Gert er ráð fyrir námu landi Miðhúsa rétt við Búrfellslínu 3 og í landi Minna-Hofs norður af fossinum Búða.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi og hjá skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóhrepps, Dalbraut 12, Laugarvatni frá 18. mars til 19. apríl 2010. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóðinnihttp://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdir við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 9. apríl 2010 og skulu þær vera skriflegar. Hvers sá sem ekki gerir athugasemdir fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:  

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, hesthúsahverfi á Laugarvatni.
  Í breytingunni felst tilfærsla og stækkun á fyrirhuguðu hesthúsahverfi norðaustan Laugarvatns sem verður til þess að skilgrein opið svæði til sérstakra nota kemur í stað um 4 ha íbúðarsvæðis og um 1,5 ha verslunar- og þjónustusvæðis. Ástæða breytingarinnar eru breyttar forsendur varðandi uppbyggingu hesthúsasvæðisins. Tillaga að endurskoðun deiliskipulags sama svæðis er auglýst samhliða

Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

 1. Hveramýri úr landi Garðs í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Tillaga að deiliskipulagi 7 frístundahúsalóða á landsspildunni Hveramýri úr landi Garð. Deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi árið 2007 en var þá fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Nú er tillagan lögð fram til kynningar með breytingum er varðar aðkomu svæðisins til að koma til móts við fyrri athugasemdir og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Breytingin felst í að nú er gert ráð fyrir aðkomu um nýjan veg í gegnum land Hvamms 2.

 1. Tjald- og Þjónustumiðstöð á Laugarvatni í Bláskógabyggð. Deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulagi fyrir tjaldstæði og þjónustumiðstöð á Laugarvatni sem í felst að gert er ráð fyrir möguleika á stækkun núverandi þjónustumiðstöðvar (Tjaldmiðstöðvar) og á tjaldstæði er gert ráð fyrir byggingarreitum fyrir aðstöðuhús auk þess sem afmarkað er svæði fyrir afþreyingarsvæði og leiksvæði. Þá er gert ráð fyrir nýrri aðkomu að tjaldstæðinu frá þjóðvegi sem einnig mun nýtast hjólhýsasvæði. Að auki er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir nokkur smáhýsi til útleigu.

 1. Brattholt í Bláskógabyggð. Deiliskipulags bæjartorfu, íbúðar- og útihús.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir bæjartorfu Brattholts. Í deiliskipulaginu felst að gert er ráð fyrir 2.800 fm lóð undir nýtt íbúðarhús auk þess sem afmarkaðar eru lóðir utan um tvö þegar byggð íbúðarhús. Þá er einnig afmörkuð lóð utan um núverandi útihús auk þess sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að breyta hluta þess húss í starfsmannaíbúðir.

 1. Eystri-Hellur í Flóahreppi. Skjólgarðar, deiliskipulag íbúðar, landbúnaðar og athafnasvæðis.

Tillaga að deiliskipulagi sem nær til tveggja íbúðarsvæða auki athafnasvæðis í landi Eystri Hellna í fyrrum Gaulverjabæjarhreppi. Ibúðarsvæðin eru í aðalskipulagi skilgreind sem blanda íbúðar- og landbúnaðarsvæðis og eru þau samtals um 70 ha að stærð. Á þessum tveimur svæðum er samtals gert ráð fyrir 77 um 1 ha lóðum þar sem heimilt verður að reisa íbúðarhús auk útihúsa. Athafnasvæðið er 5,75 ha er þar gert ráð fyrir 18 lóðum.

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

 1. Snæfoksstaðir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum Rauðhólahverfis.

tillaga að breytingu á deiliskipulagsskilmálum frístundabyggðar Rauðhólahverfis í landi Snæfoksstaða. Samkvæmt breytingunni mun byggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 í stað hámarks á stærð frístundahúss upp á 100 fm.

 1. Endurskoðun deiliskipulags íbúða- og hesthúsabyggðar við Einbúa á Laguarvatni í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga að endurskoðun deiliskipulags við Einbúa innan þéttbýlisins á Laugarvatni . Í endurskoðuninni felst að fyrirhugað athafnasvæði hestamanna stækkar til suðvesturs yfir svæði þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarsvæði og svæði fyrir verslun- og þjónustu. Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem auglýst er samhliða deiliskipulaginu.

 1. Snorrastaðir II í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Snorrastaða II. Skipulagið nær til 9 frístundahúsalóða, þar af er ein ný en hinar átta eru á gildandi deiliskipulagi þó svo að hér séu gerðar minniháttar breytingar á stærð þeirra og lögun. Um 4 ha svæði er fyrir skógrækt og útivist.

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 18. mars til 30. apríl 2010. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 30. apríl 2010 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps