Auglýsing um skipulagsmál
Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI
Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi
Eftirfarandi skipulagsáætlanir eru hér með auglýstar til kynningar. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinnihttp://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 1 til 4 er frá 19. janúar til 9. febrúar 2012 en frá 19. janúar til 2. mars 2012 fyrir tillögur nr. 5 til 8. Athugasemdir við tillögur 1 – 4 skulu berast skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 9. febrúar 2012 og í síðasta lagi 2. mars fyrir tillögur nr. 5 til 8. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, telst vera samþykkur þeim.
Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis fyrir eftirfarandi verkefni:
- Frístundabyggð úr landi Eystra-Geldingaholts 5 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Skálasvæðið Hvítárnes við Hvítárvatn á Kili í Bláskógabyggð.
Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
- Tillaga að deiliskipulagi fyrir bæjartorfu Skálmholts í Flóahreppi.
- Tillaga að deiliskipulagi um 4 ha frístundabyggðarsvæði úr landi Syðra-Langholts í Hrunamannahreppi. Vesturhlíð.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:
- Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Sunnuhlíðar á Flúðum, Hrunamannahreppi.
- Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hraunborgar í Grímsnes- og Grafningshreppi, svæði 2.
- Tillaga að deiliskipulagi fyrir 24,7 ha lögbýli úr landi Hamarsholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
- Deiliskipulag 10 ha spildu umhverfis bæjartorfu Dalbæjar (landnr. 165468) í Flóahreppi.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps