Auglýsing um skipulagsmál

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi breyting á aðalskipulagi:

  1. Breyting á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015 (Flóahreppi) á spildu úr landi Bitru. Svæði fyrir verslun-og þjónustu við vegamót Skeiða- og Hrunamannavegar.

Um er að ræða um 2 ha svæði meðfram þjóðvegi 1, rétt vestan við vegamót Skeiða- og Hrunamannavegar. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að umrætt svæði breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu.

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

  1. Tillaga að deiliskipulagi og matslýsing fyrir fjallasel við Hlöðuvelli í Bláskógabyggð

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir fjallaselið Hlöðuvelli í Bláskógabyggð og matslýsing skv. ákvæðum laga um umhverfismat áætlana. Helstu viðfangsefni deiliskipulags verður að staðfesta lóðarmörk sem forsendu fyrir leigusamningi, stækkun/endurnýjun salernishúss, afmarka byggingarreit fyrir nýjan gistiskála eða stækkun á núverandi húsi og afmarka byggingarreit fyrir stækkun á hesthúsi.

  1. Tillaga að deiliskipulagi og matslýsing fyrir skálasvæði við Hagavatn í Bláskógabyggð.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir skálasvæði við Hagavatn í Bláskógabyggð og matslýsing skv. ákvæðum laga um umhverfismat áætlana. Helstu viðfangsefni deiliskipulags er afmarka að staðfesta lóðarmörk sem forsendu fyrir leigusamningi, stækkun/endurnýjun salernishúss, afmarka byggingarreit fyrir nýjan gistiskála.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

  1. Deiliskipulag á um 8,4 á spildu úr landi Egilsstaða í Flóahreppi. Nýbýlið Egilsstaðatjörn.

Tillaga að deiliskipulagi nýbýlisins Egilsstaðatjörn. Skipulagssvæðið nær yfir um 8,4 svæði sem liggur upp að Urriðafossvegi og aðkomuvegi að Ósavatni. Á spildunni er fyrirhugað að reisa íbúðarhús, útihús og frístundahús.

  1. Deiliskipulag nokkurra smábýla og íbúðarlóða úr landi Lækjartúns og Kálfholts í Ásahreppi. Endurauglýsing

Deiliskipulagið nær til nokkurra smábýla og íbúðarlóða úr landi Lækjartúns og Kálfholts. Gildandi deiliskipulag frá október árið 2000, með síðari breytingum, fellur úr gildi með nýju deiliskipulagi. Helstu breytingar eru að felldar eru út 4 frístundahúsalóðir í landi Lækjartúns, íbúðarlóðum í landi Lækjartúns fækkar úr 4 í 2, gert er ráð fyrir frístundahúsalóð í landi Kálfholts auk þess sem byggingarskilmálar eru endurskoðaðir og rýmkaðir. Tillagan var áður auglýst til kynningar 18. maí 2011 en tók ekki formlega gildi.

  1. Deiliskipulagi nýrra lögbýla á spildum úr landi Einiholts í Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði.

Tillaga að deiliskipulagi nokkurra lögbýla á landsspildum úr landi Einiholts. Skipulagssvæðið er um 150 ha að stærð úr norðurhluta Einiholts og er fyrirhugað að skipta landinu í 6 minni lögbýli þar sem sum verða nýtt til landbúnaðar en önnur að mestu í ferðaþjónustu.

  1. Deiliskipulag fyrir hálendismiðstöðina Kerlingafjöll í Hrunamannahreppi ásamt umhverfisskýrslu. 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir landið Ásgarð í Kerlingafjöllum sem skv. svæðisskipulagi miðhálendisins er skilgreint sem hálendismiðstöð, ásamt umhverfisskýrslu. Innan svæðisins eru í dag fjölmargar byggingar sem áður tengdust nýtingu svæðisins sem skíðasvæðis. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir þremur nýjum gisti- og þjónustuhúsum auk þess sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að stækka nokkur af þeim húsum sem þegar eru á svæðinu. Þá er einnig gert ráð fyrir ýmsum framkvæmdum til að bæta aðstöðu á svæðinu. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var auglýst til kynningar í október 2010 en tók ekki formlega gildi. Í tillögunni sem nú er kynnt hafa verið gerðar ýmsar minniháttar breytingar frá áður auglýstri tillögu til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem fram komu í umsögn við fyrri tillögu.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Skipulagstillögur nr. 1 og 4 – 7 eru í kynningu frá 4. júlí til 16. ágúst 2013 en tillögur nr.  2 – 3 frá 4. til 19. júlí. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 og 4 – 7 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 16. ágúst 2013 en 19. júlí fyrir tillögur nr. 2 – 3.  Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi