Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepp

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

 

Þegar vinna hefst við gerð aðalskipulagsbreytingar skal taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að lýsingu skipulags fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

  1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Tenging Lyngbrautar við Biskupstungnabraut.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að vegtenging Lyngbrautar við Biskupstungnabraut verði opnuð á ný. Samhliða er gert ráð fyrir að Lyngbrautinni verði lokað 150-250 m frá Biskupstungnabraut.

 

  1. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Stækkun á athafnasvæði fyrir dælustöð.

Í breytingunni felst að núverandi athafnasvæði utan um Reykholtshver stækkar til norðurs þar sem fyrirhugað að reisa dælustöð sem myndi þjóna starfsemi Bláskógaveitu. Athafnasvæðið fer inn á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnanir.

 

Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi: 

  1. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Vindrafstöðvar á athafnasvæði Landsvirkjunar við Bjarnalón.

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem varðar athafnasvæði Landsvirkjunar milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga. Svæðið er skilgreint er sem blanda landnotkunar iðnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota, merkt sem I1 og I2. Ekki er gert ráð fyrir breyttri afmörkun svæðisins heldur tekur breytingin til aukinnar og breyttra orkuvinnslu, þ.e. að á ákveðnu svæði verði heimilt að reisa allt að 55 m háar vindtúrbínur sem geti framleitt allt að 1,9 MW. Lýsing tillögunnar var kynnt með auglýsingu sem birtist 15. mars sl.

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

  1. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Bíldsfells 3. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar og efnistökusvæðis.

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps 4. apríl 2012 var samþykkt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsness- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Bíldsfells 3. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að um 15 ha svæði sem í  í gildandi aðalskipulagi er að hluta frístundabyggð og að hluta efnistökusvæði verður landbúnaðarsvæði. Að mati sveitarstjórnar er um  um óverulega breytingu að ræða.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi: 

  1. Tillaga að tveggja íbúðarhúsalóða og lóðar fyrir útihús á jörðini Bíldsfell 3 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Tillaga að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúsalóða og lóðar fyrir útihús á jörðinni Bíldsfell III í Grímsnes- og Grafningshreppi. Íbúðarhúsalóðirnar tvær eru báðar um 1,1 ha að stærð og eru í hlíð norðan við núverandi hús á jörðinni. Lóð fyrir útihús er utan um eldra útihús austan við núverandi íbúðarhús.

 

  1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðsvæðis Flúða í Hrunamannahreppi. Stækkun Hótel Flúða.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðsvæðis Flúða sem felst í að gert er ráð fyrir byggingarreit sunnan við núverandi hótel Flúða fyrir fyrirhugaða stækkun hótelsins. Í dag er svæðið að mestu nýtt sem bílastæði en samkvæmt tillögunni verður hægt að koma þar fyrir allt að 20 nýjum herbergjum í húsi á einni hæð, sem er sambærilegt að útliti og núverandi hús.

 

  1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð á lóðum nr. 3-11 við Austurbyggð. Byggingarreitir fyrir bílskúra/bílskýli.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð  Flúða sem felst í að gert er ráð fyrir byggingarreitum fyrir bílskúra/bílskýli á svæði milli vegar og núverandi byggingarreita fyrir íbúðarhúsin.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni  og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á  http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Skipulagstillögur nr. 1 – 3 eru í kynningu frá 3. til 11. maí 2012 en kynningartími fyrir skipulagstillögur nr. 5 – 7 er frá 3. maí  til 15. júní. Athugasemdir og ábendingar við tillögur  nr. 1-3 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 11 maí en athugasemdir við tillögur nr. 5 – 7 þurfa að berast í síðasta lagi 15. júní 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps