Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

1 Reykholt í Bláskógabyggð. Endurskoðun landnotkunar í þéttbýli.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholt. Í tillögunni felst eftirfarandi:
1. Iðnaðarsvæði norðan Biskupstungnabrautar stækkar um 1 ha til suðurs.
2. Landbúnaðarsvæði norðan Biskupstungnabrautar breytist í íbúðabyggð (6,8 ha), athafnasvæði (2,3 ha) og opið svæði til sérstakra nota (3 ha)
3. Athafnalóð við Vegholt breytist í opið svæði til sérstakra nota.
4. Um 20 ha landbúnaðarsvæði sunnan Biskupstungnabrautar breytist í íbúðarsvæðis.
5. Svæði með blandaða landnotkun athafnasvæðis og landbúnaðarsvæðis breytist í íbúðarsvæði.
6. Gert er ráð fyrir tveimur hringtorgum á Biskupstungnabraut auk þess sem öðrum tengingum fækkar úr 10 í 2.

Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

2 Efra-Apavatn í Bláskógabyggð. Skógarhlíð, deiliskipulag frístundabyggðar.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á spildu úr landi Efra-Apavatns í Laugardal. Svæðið afmarkast af Urriðalæk til norðurs- og norðvesturs, Laugarvatnsvegi að austan og landamerkjum við Efra-Apavatn 2 að sunnan. Gert er ráð fyrir 26 lóðum á bilinu 0,51 – 1,2 ha þar sem heimilt verður að reisa 50-200 fm frístundahús og 30 fm aukahús. Nýtingarhlutfall má þó ekki fara upp fyrir 0.03. Stór hluti svæðisins er ætlað undir skógrækt undir merkjum Suðurlandsskóga. Aðkoma að svæðinu er um tengingu við Laugarvatnsveg, syðst á svæðinu.

3 Iða II í Bláskógabyggð. Eyrarvegur.
Tillaga að deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða í landi Iðu II, milli Skálholtsvegar og Hvítár, rétt neðan við brú að Laugarási. Gert er ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að reisa allt að 150 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús. Nýtingarhlutfall má þó ekki fara upp fyrir 0.03.

4 Kjarnholt I í Bláskógabyggð. Frístundabyggð og íbúðarhús.
Tillaga að deiliskipulagi tveggja svæða úr landi Kjarnholts I. Á svæði 1, sem er á ræktuðu landi við bæinn Kjarnholt, er gert ráð fyrir 3.456 fm íbúðarhúsalóð þar sem heimilt verður að reisa allt að 250 fm íbúðarhús ásamt bílskúr. Svæði 2 er um 20 ha að stærð og liggur upp að Tungufljóti, ofan við eldra deiliskipulagt frístundasvæði. Þar er gert ráð fyrir 30 frístundahúsalóðum á bilinu 5.000 – 6.560 fm og verður heimilt að reisa allt að 150 fm hús ásamt allt að 30 fm geymslu. Nýtingarhlufall lóða má þó að hámarki vera 0.03.

5 Reykholt í Bláskógabyggð. Endurskoðun deiliskipulags fyrir austurhluta þéttbýlisins.
Tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi yfir austurhluta Reykholts. Um er að ræða heildarendurskoðun á deiliskipulagi þessa svæðis en í dag eru nokkrar deiliskipulagsáætlanir sem ná yfir svæðið. Þá hafa verið gerðar þó nokkuð margar breytingar á svæðinu, sumar sem ekki hafa hlotið endanlegt gildi. Gert er ráð fyrir að við gildistöku þessa skipulags, falli eldri deiliskipulagsáætlanir úr gildi. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem auglýst er samhliða.
Deiliskipulagssvæðið er um 78 ha að stærð og eru 80 lóðir þar innan,50 íbúðarhúsalóðir, 16 garðyrkjulóðir, 6 verslunarlóðir og 8 athafnalóðir.

6 Vatnsholt í Grímsnes- og Grafningshreppi. Endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar.
Tillaga að endurskoðun deiliskipulags Hlíðahverfis sem er hluti af deiliskipulögðu frístundahúsasvæði í landi Vatnsholts. Svæðið er um 45 ha að stærð og liggur rétt norðvestan við Mosfell, með aðkomu frá Vatnsholtsvegi. Í tillögunni er 51 frístundahúsalóð á bilinu 4.400 til 10.000 fm, þar af er 8 þegar byggðar. Heimilt verður að reisa 50-200 fm frístundahús á hverri lóð en nýtingarhlutfall má þó ekki vera hærra en 0.03. Samþykkt deiliskipulag svæðisins frá 1997 fellur úr gildi við gildistöku nýs skipulags.

7 Villingavatn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundahúsalóð nr. 31.
Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóðar í landi Villingavatns í Grafningi. Um er að ræða eldri lóð (nr. 31)  sem stækka á úr 1.230 fm í 6.230 fm. Heimilt verður að reisa um 190 frístundahús og allt að 40 fm aukahús. Hámarksnýtingarhlutfall má þó ekki vera hærra en 0.03.

8 Borgarás í Hrunamannahreppi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Kjóabyggð sem er í landi Borgaráss og Efra-Sels. Breytingin nær eingöngu til lands Borgaráss og felst í að gert er ráð fyrir tveim nýjum um 1 ha frístundahúsalóðum á svæði næst Hvítárholtsvegi . Þá hafa eldri lóðir í landi Borgaráss einnig verið mældar upp og lóðir 1-3 við Krummabraut verið sameinaðar. Einnig er gerð breyting á skilmálum á þann veg að á eldri minni lóðum verður heimilt að reisa 110 fm frístundahús en á tveimur nýju stærri lóðum er miðað við nýtingarhlutfall upp á 0.03.

9 Lindarsel úr landi Efra-Langholts. Deiliskipulag nýbýlis
Tillaga að deiliskipulagi nýbýlisins Lindarsels (landr. 200036) sem er upphaflega úr landi Efra-Langholts. Um er að ræða um 44 ha spildu milli Götu og Efra-Langholts, með aðgengi frá Langholtsvegi.
Í tillögunni er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús lögbýlisins og að auki 3 frístundahúsalóðum og einni auka íbúðarhúsalóð.

10 Miðbær, Miðfellshverfi í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag íbúðarhúsalóðar
Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar úr landi Miðbæjar í Miðfellshverfi. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 3.470 fm íbúðarhúsalóð úr landi Miðbæjar. Aðkoma að lóðinni verður frá vegi að húsi Dalbæjar III.

11 Silfurmýri úr landi Miðbæjar í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag nýbýlis.
Tillaga að deiliskipulagi hluta lögbýlisins Silfurmýri (landr. 204821). Lögbýlið liggur rétt sunnan við Miðfellshverfið og nær tillagan til tveggja svæða innan þess, merkt A og B. Á svæði A sem er nyrst á lögbýlinu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir reiðskemmu og starfsmannahús, en á svæði B sem er sunnar er gert ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir íbúðarhús.

12 Tungufell í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag íbúðarhúsalóðar.
Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar á bæjartorfu Tungufells í Hrunamannahreppi. Í tillögunni felst að skilgreind er 1.600 fm íbúðarhúsalóð rétt vestan við kirkjuna þar sem heimilt verður að reisa allt að 300 fm íbúðarhús.

13 Stóra-Ármót í Flóahreppi. Ósabotnar, deiliskipulag iðnaðarsvæðis.
Tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Ósabotna, vinnslusvæði Selfossveitna á bökkum Hvítár. Þegar hafa verið boraðar tvær borholur á svæðinu en í tillögunni er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir dælustöð auk þess sem fyrirhugað vinnslusvæði er skilgreint.

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

14 Helludalur í Bláskógabyggð. Skilmálabreyting.
Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í landi Helludals. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa allt að 100 fm frístundahús á hverri lóð en með breytingunni er gert ráð fyrir að miðað verði við hámarksnýtingarhlutfall upp á 0.03.

15 Myrkholt í Bláskógabyggð. Gistiheimil.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Myrkholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir tæplega 1 ha lóð undir allt að 500 fm gistiheimili fyrir ferðaþjónustu, norðaustan við núverandi íbúðarhús og útihús jarðarinnar. Lóðin liggur einnig upp að núverandi frístundabyggð að austanverðu.

16 Úthlíð í Bláskógabyggð. Nýjar frístundahúsalóðir við Vörðuás.
Endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úthlíðar. Svæðið nær yfir lóðir 5-7 og 9 við Vörðuás auk 18,1 ha svæði norðan þeirra. Tillagan felur í sér að gert er ráð fyrir 13 stórum frístundahúsalóðum í stað þeirra tveggja sem fyrir eru og verður heimilt að reisa allt að 450 fm frístundahús á hverri þeirra auk 30 fm aukahúss. Nýtingarhlutfall lóða má þó að hámarki vera 0.03. Breytingartillagan kemur í stað áður auglýstrar breytingar á sama svæði.

17 Ásgarður í Grímsnes- og Grafningshreppi, land Búgarðs. Skilmálabreyting.
Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í landi Ásgarðs, land Búgarðs. Svæðið nær yfir göturnar Freyjustíg, Sólbakka, Ferjubakka, Mánabakka, Óðinsstíg, Herjólfsstíg og Ásabraut 33-50. Í gildandi skilmálum er gert ráð fyrir allt að 150 fm frístundahúsum og 25 fm aukahúsum. Með breytingunni verður til viðbótar heimilt að hafa geymslukjallara undir hluta eða öllu húsinu auk þess sem stærð aukahúsa má vera allt að 40 fm. Nýtingarhlutfall lóðar má þó ekki vera hærra en 0.03.

18 Borg í Grímsnesi. Hraunbraut 2-10
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgar. Breytingin nær til athafnalóða við Hraunbraut 2 – 10 og felst í að heimilt verður að reisa íbúðarhús á lóðunum í tengslum við þá starfsemi sem þar fer fram auk mannvirkja tengdum léttum og hreinlegum iðnaði og/eða gróðurhúsabyggð.

19 Minna-Mosfells í Grímsnes- og Grafningshreppi. Undirhlíðar, skilmálabreyting.
Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í landi Minna-Mosfells, Undirhlíðar. Í gildandi skilmálum er heimilt að reisa allt að 150 fm frístundahús á hverri lóð og 25 fm aukahús en með breytingunni er gert ráð fyrir að aukahús megi vera allt að 40 fm auk þess stærð húsa miðast við hámarksnýtingarhlutfall upp á 0.03.

20 Reykjadalur í Hrunamannahreppi. Breyting á deiliskipulagi Dalabyggðar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Dalabyggð í landi Reykjadals. Í breytingunni felst að lóðirnar Tjarnadalur 5 og Hlíðardalur 8, og Tjarnadalur 7 og Hlíðardalur 10 eru sameinaðar. Þá er gert ráð fyrir að skilmálar breytist á þann veg að stærðir húsa miði við nýtingarhlutfall upp á 0.03 í stað þessa að miða við hámark upp á 90 fm. Einnig verður heimilt að vera með 30 fm aukahús í stað 10 fm..

21 Gegnishólapartur í Flóahreppi. Vélageymsla og skemma.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gegnishólaparts. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til norðurs og þar gert ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir vélageymslu og skemmu/hesthúsi. Þá er einnig gerð lítilsháttar breyting á legu aðkomuvegar um svæðið.

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags  og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 26. maí til 23. júní 2008. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 7. júlí 2008 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps