Auglýsing um skipulagsmál í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga eru hér kynntar breytingar á aðalskipulagi í Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, hesthúsahverfi á Laugarvatni.
  Í breytingunni felst tilfærsla og stækkun á fyrirhuguðu hesthúsahverfi norðaustan Laugarvatns sem verður til þess að skilgrein opið svæði til sérstakra nota kemur í stað um 4 ha íbúðarsvæðis og um 1,5 ha verslunar- og þjónustusvæðis. Ástæða breytingarinnar eru breyttar forsendur varðandi uppbyggingu hesthúsasvæðisins.
 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps 2004-2016, spilda úr landi Álfsstaða.
  Í breytingunni felst að um 7 ha svæði innan 44,8 landsspildu sem kallast Hulduheimar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Ástæða breytingarinnar eru áform um að reisa nokkur frístundahús á svæðinu, en meginhluti landsins verður þó áfram nýtt sem landbúnaðarland. Svæðið er við þjóðveg 324 rétt sunnan Álfsstaða

Áður en tillögurnar verða teknar til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn verða þær til kynningar í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga á skrifstofu sveitarfélaganna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, Laugarvatni, frá fimmtudeginum 21. janúar til mánudagsins  1. febrúar 2010. Þá verður einnig hægt að nálgast tillögurnar á slóðinni. http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar munu breytingartillögurnar fara í formlegt kynningarferli þar sem þær verður auglýstar í a.m.k. 6 vikur þar sem þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta gefst kostur á að koma með athugasemdir við tillögurnar.

Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:  

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Einiholts 3.

Í breytingunni felst að um 120 ha svæði úr landi Einiholts 3, sem liggur austan og norðan við áður skipulagt frístundabyggðarsvæði, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 við Kotstún á Laugarvatni.

Í breytingunni felst að um 8,7 h svæði sem í gildandi skipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði breytist í svæði með blandaða landnotkun verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis. Þá er einnig gert ráð fyrir að íbúðarsvæði sunnan við Menntaskóla minnki úr 12,1 ha í 8,1 ha til samræmis við gildandi deiliskipulag.

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 2.

Í breytingunni felst að um 3,2 ha svæði nyrst á Skógarnesi breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð og jafnframt er gert ráð fyrir að jafnstórt svæði við Krossholtsmýri breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Mjóaness.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að um 2 ha svæði við Mjóuvík í landi Mjóaness við Þingvallavatn breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir einni frístundahúsalóð á svæðinu.

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Bitra í Flóahreppi.

Í breytingunni felst að um 5 ha svæði í landi Bitru breytist í blandaða landnotkun þjónustusvæðis og svæðis fyrir verslun- og þjónustu.Fyrirhugað er starfrækja fangelsi í húsi sem fyrir er á svæðinu auk þess sem möguleiki verður á rekstri gisti/veitingaþjónustu innan svæðisins.

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Versalir, Flóahreppi.

Í breytingunni felst að 9,6 ha svæði vestan við Langholtsveg breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Landsspildan er lögbýli og er ráðgert að nýta landið undir landbúnaðarstarfsemi í stað frístundabyggðar.

Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

 1. Austurey II í Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Tillaga að deiliskipulagi rúmlega 3 ha svæðis fyrir frístundabyggð nyrst á Austureyjarnesi í landi Austureyjar II. Á svæðinu er gert ráð fyrir 6 lóðum á bilinu 0,5 – 0,75 ha að stærð þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.

 1. Leynir í Bláskógabyggð. Deiliskipulag fyrir gróðurhús.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir gróðurhús ásamt tilheyrandi byggingum í landi Leynis við Böðmóðsstaði. Gert er ráð fyrir allt að 4.000 fm gróðurhúsi, 300 fm uppeldisstöð og 150 fm pökkunarhúsi.

 1. Kiðjaberg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Endurskoðun deiliskipulags fyrir frístundabyggð.

Tillaga að endurskoðun deiliskipulags fyrir jörðina Kiðjaberg. Deiliskipulagið er sett fram í greinargerð, á yfirlitsuppdrætti í mkv. 1:5.000 auk 8 uppdrátta í mkv. 1:2.000. Samkvæmt gildandi skipulagi eru 136 frístundahúsalóðir innan svæðisins en með nýju skipulagi er lóðunum fjölgað um 55 og verða því 190 í heild. Þá er gert ráð fyrir stækkun á golfskála auk annarra minni breytinga. Við gildistöku nýs deiliskipulags mun eldra deiliskipulag svæðisins falla úr gildi.

 1. Nesjar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Rofabær, deiliskipulag frístundabyggðar

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Nesja, svæði sem kallast Rofabær. Um er að ræða svæði vestan Grafningsvegar og er þar gert ráð fyrir fjórum lóðum sem eru á bilinu 1 til 2,3 ha að stærð. Á hverri lóð verður heimilt að reisa 50 – 300 fm frístundahús og allt að 40 fm aukahús.

 1. Ölvisholt í Flóahreppi. Deiliskipulag nýbýlis, Litla-Holt.

Tillaga að deiliskipulagi 34,4 ha spildu úr landi Ölvisholts lnr. 207872 sem liggur vestan við Ölvisholtsveg rétt norðan við bæinn Miklholtshelli. Á landinu verður stofnað nýtt lögbýli sem kallast Litlaholt og samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að reisa þar íbúðarhús, bílgeymslu og skemmu.

 1. Skúfslækur í Flóahreppi. Deiliskipulag 10 ha landbúnaðarlóðar.

Tillaga að deiliskipulagi 10 ha spildu úr landi Skúfslækjar, landnr. í 166383. Spildan er vestan þjóðvegar nr. 308 sunnan við land Skúfslækjar 2. Heimilt verður að reisa allt að 500 fm íbúðarhús og 1.000 fm hesthús á byggingarreit sem er í austurhluta spildunnar, næst vegi.

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

 1. Austurey í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Skógarnes.

Í breytingunni felst að deiliskipulagssvæði frístundabyggðarinnar Skógarnes stækkar til norðurs yfir aðliggjandi 11.897 fm frístundahúsalóð (landnr. 167705). Þá er gert ráð fyrir byggingarreitum fyrir 5 ný frístundahús auk þess sem gert er ráð fyrir stækkun tveggja snyrtinga.

 1. Fell í Bláskógabyggð. Breyting á skipulagsskilmálum Holtahverfis.

Í breytingunni felst að ákvæði skilmála varðandi þakhalla breytist á þann veg að í stað þess að miðað sé við þakhalla á bilinu 15 – 45 gráður, verður heimilt að reisa  hús með 0 – 45 gráðu þakhalla.

 1. Leynir í Bláskógabyggð. Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Köldukinn úr landi Leynis.

Í breytingunni felst að skilmálar frístundabyggðarinnar Köldukinn úr landi Leynis breytast á þann veg að byggingarmagn á hverri lóð miðast við nýtingarhlutfallið 0.03, þar af má aukahús vera 30 fm. Samkvæmt gildandi skilmálum mega frístundahúsin vera allt að 120 fm. Þá er gert ráð fyrir að hámarksmænishæð frá gólfplötu verði 6m í stað 5m.

 1. Mjóanes í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

Í breytingunni felst að bætt er við 2 ha lóð (nr. 20) á svæði við Mjóvík án þess að gerð sé breyting á skilmálum deiliskipulagsins. Samsvarandi breyting á aðalskipulagi er auglýst samhliða.

 1. Stangarlækur 1 og 2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á deiliskipulagi tveggja lögbýla.

Í breytingunni felst að byggingarreitir fyrir útihús og íbúðarhús stækka auk þess sem heimilt verður að reisa allt að 5.000 fm útihús í stað 1.500 fm á hvoru landi fyrir sig. Þá er gert ráð fyrir litlum byggingarreit fyrir hrossaskjól.

 1. Grund á Flúðum í Hrunamannahreppi. Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grundar á Flúðum. Í breytingunni felst að lóðir 2 og 4 verða sameinaðar í eina lóð (nr. 2) fyrir verslun og þjónustu. Á lóðinni er gert ráð fyrir stækkun núverandi gistiheimilis á þann veg að viðbygging verði einnar hæðar með kjallara sem opnar sig til norðurs. Þá er gert ráð fyrir að á lóð nr. 4 (nr. 6 skv. gildandi dsk) verði heimilt að vera með 20 bílastæði.

 1. Vinaminni á Flúðum. Breyting á deiliskipulag miðsvæðis.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Vinaminni á Flúðum. Um er að ræða um 0,4 ha spildu úr landi Hellisholta sem liggur upp að landi Laugarlands. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær jafnstórar íbúðarhúsalóðir. Fyrir á lóðinni er 57 fm íbúðarhús (fast nr.220-3917). Aðkoma að svæðinu breytist ekki en skv. deiliskipulaginu er sett kvöð á aðliggjandi lóð um aðkomu.

 1. Silfurmýri í Hrunamannahreppi. Breyting á deiliskipulagi lögbýlis.

Í breytingunni fellst að þeir byggingarreitir og þau umsvif sem lýst er í fyrirliggjandi deiliskipulagi færist yfir á nýtt svæði (C) vegna hagræðingar. Gert er ráð fyrir að skipulag á svæðum A og B falli úr gildi.

Skipulagstillögurnar liggja frammi hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 21. janúar til 5. mars 2010. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 5. mars 2010 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps