Auglýst er eftir rekstraraðila/-aðilum

Auglýst er eftir rekstraraðila/-aðilum til að hafa umsjón með og annast rekstur golfvallar og skála Golfklúbbsins Dalbúa í Miðdal við Laugarvatn.
Golfklúbburinn Dalbúi var stofnaður 1989 og rekur 9 holu golfvöll í Miðdal, sem er rétt austan við Laugarvatn. Góð vélageymsla og vinnuaðstaða er fyrir hendi. Til staðar eru öll helstu tæki sem þarf til rekstrarins.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við formann Golfklúbbs Dalbúa, Bryndísi Scheving dalbui@dalbui.is eða í síma 8628995.
Umsóknarfrestur er til 1.mars 2018.
Nánari upplýsingar um golfklúbbinn Dalbúa er að finna á heimasíðu klúbbsins, www.dalbui.is
Stjórn Golfklúbbsins Dalbúa