Aukakvöldtónleikar í Skálholti

Aðventutónleikar í Skálholti

aukatónleikar kl 20.30 vegna mikillar aðsóknar

Vegna mjög mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda þriðju tónleikana í Skálholti laugardaginn 16. desember 2006 kl 20.30.  Á aðventutónleikunum í Skálholti koma framSkálholtskórinn, styrktur félögum úr nágrannasveitunum og Barna- og kammerkór Biskupstungna, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, ásamt hinum ástsælu söngvurum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Óskari Péturssyni frá Álftagerði.  Kammersveit konsertmeistarans Hjörleifs Valssonar leikur undir.

Eins og undanfarin ár verður frumflutt jólalag og er það Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld og tónfræðakennari, sem semur jólalag Skálholts 2006, en hún er fædd og uppalin í Skálholtssókn.

Heiðursgestur tónleikanna er Gunnar Þórðarson, sem hefur samið sérstakt jólalag fyrir barnakórinn.  Gunnar hefur verið í nánu samstarfi við kóra í Tungunum á þessu ári í gegnum flutning á verki hans “Brynjólfsmessu” í vor, í Keflavík, Skálholti og Grafarvogi, en verkið er nýkomið út á geisladiski, auk þess sem það verður flutt í sjónvarpi um jólin.

Forsala aðgöngumiða er sem áður í símum 865-4393 og 847-5057 og kostar miðinn kr 2.500,-.  Einnig verða miðar til sölu í Kirkjuhúsinu í Reykjavík, Versluninni Írisi á Selfossi, Versluninni Borg Grímsnesi, Versluninni Árborg í Gnúpverjahreppi, útibúi Lyfju í Laugarási Bisk, Versluninni H-Sel á Laugarvatni,Galleríinu á Laugarvatni og á Flúðum hjá Helga í Garði, s: 898-0913.