Entries by sigurros

Loftgæðamælir í Reykholti

Umhverfisstofnun hefur sett upp loftgæðamæli í Reykholti. Fyrir um ári síðan ályktaði sveitarstjórn að nauðsynlegt væri að koma upp slíkum mæli í sveitarfélaginu en síðustu ár og áratugi hafa loftgæði í sveitarfélaginu verið mjög slæm við vissar aðstæður en engar mælingar hafa verið til staðar. Í miklu þurrviðri hefur mikið magn jarðefna borist ofan af […]

263. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 6. ágúst 2020, kl. 15:15.     Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi, en í staðinn sat fundinn Ragnhildur Sævarsdóttir, og Ásta Stefánsdóttir.       Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.     […]

Brekkuholt – lóðir til úthlutunar

Bláskógabyggð auglýsir eftirfarandi lóðir við götuna Brekkuholt í Reykholti lausar til úthlutunar. Gatnagerð er ekki hafin við götuna þar sem ekki barst tilboð í gatnagerð að undangengnu útboði. Reynist áhugi fyrir lóðum við Brekkuholt verður farið í gatnagerð, því er settur ákveðinn fyrirvari með verk- og tímaþætti gatnagerðarinnar.   Þær lóðir sem lausar eru til […]

Fundarboð 263. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 263   FUNDARBOÐ   fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 6. ágúst 2020 og hefst kl. 15:15       Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar 1. 2001008 – Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings 2020 43. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, haldinn 20. júlí 2020. Fundargerðir til kynningar 2. 2001007 – […]

Áhrif samkomutakmarkana á þjónustu Bláskógabyggðar

  Líkamsrækt og sundlaugar: Vegna hertra reglna um samkomutakmarkanir verður líkamsræktaraðstaða í í íþróttamannvirkjum Bláskógabyggðar í Reykholti og á Laugarvatni lokuð frá og með föstudeginum 31. júlí n.k. Einnig verður gestafjöldi í sundlaugum takmarkaður við 25 manns frá sama tíma.  Fjöldatakmarkanir þessar miða við að unnt verði að tryggja gestum að 2ja metra reglan verði […]

Tónaflóð í Aratungu án áhorfenda í sal

RÚV og Bláskógabyggð hafa tekið ákvörðun um að ekki verði áhorfendur í sal í Aratungu við útsendingu á tónleikunum Tónaflóði föstudagskvöldið 31. júlí n.k. Ákvörðun þessi er tekin vegna hertra samkomutakmarkana sem taka gildi á hádegi 31. júlí. Tónleikarnir verða eftir sem áður sýndir í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2 og hefjast þeir […]

Bláskógaskóli Reykholti óskar eftir að ráða umsjónarkennara á miðstigi og stuðningsfulltrúa/leiðbeinanda í Frístund

Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum eru 83 nemendur og þar starfa 20 starfsmenn. Kjörorð skólans eru Virðing-Vellíðan-Samvinna. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, teymisvinnu, verkefnamiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti og list- og verkgreinar. Bláskógaskóli í Reykholti er annar tveggja grunnskóla Bláskógabyggðar. Gott samstarf er við leikskólann Álfaborg […]

Sumarlokun á skrifstofu Bláskógabyggðar

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Bláskógabyggðar lokuð frá 6. júlí til og með 3. ágúst 2020 Hægt er að senda tölvupóst á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is og verður honum svarað eins fljótt og hægt er.

Tónaflóð um landið – Aratunga

Viðburðurinn Tónaflóð um landið sem er búið að vera á dagskrá RUV í júlí verður í Aratungu föstudaginn 31. júlí. nk. Um er að ræða tónleika sem eru sendir beint út á RUV og á Rás 2 og tengist tónlistin og listamennirnir landsfjórðunginum. Hljómsveitin Albatross er húsband tónleikanna en hljómsveitin er ein sú vinsælasta á […]