Entries by sigurros

APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fellur allt starf á vegum Bláskógabyggðar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Þetta á við um grunnskóla, leikskóla, og frístundastarf; einnig íþróttamannvirki, mötuneyti, gámasvæði og skrifstofur sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir mögulegt foktjón, eftir því sem unnt […]

Bláskógaskóli Reykholti auglýsir lausa stöðu stuðningsfulltrúa á yngsta stigi

Bláskógaskóli Reykholti auglýsir lausa stöðu stuðningsfulltrúa á yngsta stigi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknir sendist á netfangið reykholt@blaskogaskoli.is  Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar. Frekari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 480-3020.                                                      skólastjóri    

Kórónaveira

Hér eru upplýsingar frá Landlækni um kórónaveiru, einkenni og æskileg viðbrögð. Mikilvægt er að þvo og spritta hendur reglulega til að hindra útbreiðslu.

Qigong lífsorkan – alhliða heilsuefling og gleði í Félagsheimilinu Árnesi laugardaginn 15. febrúar

Öflug heilsuefling fyrir konur og karla Qi (Chi) er lífsorkan í öllu sem lifir, tengist himni og jörð. Qigong æfingar hafa verið iðkaðar í Kína til heilsubótar í yfir 5.000 ár. Æfingarnar eru sérstaklega heilsueflandi vegna þess að þær opna betur á orkubrautir líkamans, losa um spennu og næra og styrkja hverja frumu líkamans. Þær […]

250. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

          fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 6. febrúar 2020, kl. 15:15.     Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason og Ásta Stefánsdóttir.     Fundargerð ritaði: […]

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi á horninu á Bankavegi og Austurvegi þriðjudaginn 11. febrúar frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir