Entries by sigurros

Atvinna – Matráður

Matráður óskast til starfa í tímabundna afleysingu í mötuneyti Aratungu sem m.a. þjónar nemendum og starfsmönnum leikskólans Álfaborgar og Bláskógaskóla í Reykholti.   Starfssvið Matráður sér um og ber ábyrgð á matseld sé í samræmi við manneldisstefnu og það skipulag sem gildir í skólunum. Hann skal hafa hollustu og hreinlæti að leiðarljósi í starfi sínu. […]

Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2018

Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar voru afhent á veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni 5. október sl. Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar hefur undanfarin ár staðið fyrir vali á umhverfisverðlaunum og hafa verið veitt verðlaun fyrir ýmis umhverfismál. Í ár fengu hjónin á Iðu þau Elinborg Sigurðardóttir og Guðmundur Ingólfsson verðlaunin fyrir þeirra baráttu gegn skógarkerflinum. Í umsögn umhverfisnefndar segir m.a. annars. “Við […]

Tilkynning um verðkönnun – snjómokstur í Bláskógabyggð 2018 – 2021

Vegagerðin og Bláskógabyggð hafa ákveðið að gera verðkönnun fyrir snjómokstur á héraðsvegum, tengivegum og heimreiðum í Bláskógabyggð 2018– 2021. Verðkönnunargögn : 1. hefti Verðkönnunargögn, verklýsing og tilboðsskrá fást afhent hjá Vegagerðinni, Breiðumýri 2 á Selfossi. Um verðkönnunin gilda auk þess eftirtalin rit, sem verða hlutar samnings: ÍST20:2012 almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir. Reglur um vinnusvæði […]

Útboð Álfaborg

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í innanhúsfrágang nýs húsnæðis leikskólans Álfaborgar í Reykholti. Verkið tekur einnig til frágangs lóðar við leikskólann. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14 hinn 23. október n.k. og eru verklok 1. ágúst n.k. Verkís á Selfossi annast framkvæmd útboðsins og skal tilboðum skilað á skrifstofu Verkís. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu […]