Entries by sigurros

Brekkuholt, ný gata

Gatnagerð við götuna Brekkuholt í Reykholti hófst í dag. Um er að ræða nýja götu þar sem gert er ráð fyrir 11 misstórum lóðum, 4 fyrir raðhús, 4 fyrir parhús og 3 fyrir einbýlishús. Íbúðir geta verið á bilinu 23-31. Fjórir verktakar sameinast um að sjá um gatnagerðina en það eru BD vélar, Ketilbjörn, JH […]

Slitlag á götur

Í sumar og haust hefur bundið slitlag verið lagt á nokkrar götur í þéttbýlisstöðum Bláskógabyggðar. Seinna lag af slitlagi var lagt á Bæjarholt í Laugarási og á Sólbraut og Dalbraut í Reykholti. Fyrra lag af slitlagi hefur verið lagt á Lindarskóga á Laugarvatni og Miðholt í Reykholti. Þá var slitlag lagt á starfsmannabílastæði við leikskólann […]

Malbikun gangstétta

Vinnu við malbikun þriggja gangstétta í Reykholti og Laugarási lauk á mánudaginn í blíðskaparveðri. Lagt var á Sólbraut og hluta af Bjarkarbrautar í Reykholti og á Bæjarholt í Laugarási. Það var verktakafyrirtækið Fagverk sem lagði malbikið á göngustígana. Fyrir nokkru var samþykkt í sveitarstjórn forgangsröðun með uppbyggingu göngustíga í þéttbýlisstöðum Bláskógabyggðar og er uppbygging þessara […]

Tilkynning frá Lyfju í Laugarási

Kæru viðskiptavinir. Fimmtudaginn 22. október fer fram vörutalning. Lokað er meðan á talningu stendur. Verslunin verður opnuð strax að lokinni talningu. (áætlað um kl. 14:00)   Starfsfólk Lyfju útibú Laugarási  

Hacking Hekla – Skapandi lausnamót á Suðurlandi

  Hacking hekla í samstarfi við SASS og Nordic Food in Tourism býður skapandi heimamönnum á Suðurlandi og öðrum að verja helgi í að vinna með hugmyndir og verkefni sem “uppfæra” svæðið. Sigurteymi Hacking Hekla 2020 vinnur 150.000 krónur. Hakkaþon eða lausnamót, er nýsköpunarkeppni þar sem fólk kemur saman og skapar lausnir yfir stuttan tíma […]

268. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

268. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 14. október 2020, kl. 15:15. Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir. Fundurinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð ritaði: […]

Fundarboð 268. fundar sveitarstjórnar

  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 268   FUNDARBOÐ   fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 14. október 2020 og hefst kl. 15:15       Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar 1. 2004029 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar 7. fundur framkvæmda- og veitunefndar, haldinn 08.10.20 Fundargerðir til kynningar 2. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur […]