Entries by sigurros

Bláskógaskóli Laugarvatni auglýsir eftir starfsmanni á leikskóladeild

Starfshlutfall er 60% en gæti aukist. Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Verkefni eru hvað mest í afleysingum á deildum og í eldhúsi leikskóladeildar. Um er að ræða tímabundinn samning til 30. júní. Horft verður til meðmæla úr fyrri störfum og hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðun skipta miklu máli. Mikilvægt er […]

Þorrablót 2021

Þorrablót 2021 sem halda átti í Aratungu hefur verið aflýst. Þorrablótsnefnd Haukadalssóknar  

Breyting á þjónustu vegna COVID-19

  janúar 2021 Takmarkanir á starfsemi Bláskógabyggðar taka mið af auglýsingu ráðherra sem gildir frá miðnætti 13. janúar 2021. Eftirfarandi mun þá gilda varðandi starfsemi Bláskógabyggðar og þjónustu sveitarfélagsins vegna COVID-19. Skrifstofa: Skrifstofa sveitarfélagsins er með hefðbundinn afgreiðslutíma. Gætt skal að því að virða fjöldatakmarkanir (20 manns) og fjarlægðarmörk (2ja metra reglu) og minnt á […]

Sálfræðingur

Laust er til umsóknar starf sálfræðings hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Um er að ræða 100% stöðu frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.   Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi um málefni einstaklinga og hópa. Sjö sveitarfélög reka Skóla- og velferðarþjónustuna sem hefur starfsstöð í Hveragerði. […]

Starf á gámasvæðum

Atvinnuauglýsing Starfsmaður við sorpmóttöku á gámastöðvum Bláskógabyggðar Bláskógabyggð auglýsir eftir jákvæðum og dugandi einstaklingi á líflegan og skemmtilegan vinnustað þar sem lögð er áhersla á góða þjónustu.   Meginverkefni: Starfsstöðvar eru þrjár: Laugarvatni, Reykholti og á Heiðarbæ við Þingvelli. Innheimta gjalda á gjaldskyldum úrgangi. Leiðbeiningar við notendur gámastöðvanna. Hæfniskröfur: Stundvísi og reglusemi og færni í […]

Félagsþjónustan í Laugarási óskar eftir félagsráðgjafa

Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Félagsþjónustunni í Laugarási. Um er að ræða 100% starf sem er laust nú þegar. Starfið býður uppá tækifæri til þátttöku í faglegu þróunarstarfi auk þess sem áhersla er lögð á möguleika starfsfólks til að styrkja sig faglega á þessum vettvangi. Félagsþjónustan er rekin í samstarfi fimm sveitarfélaga í Árnessýslu en […]

Klippikort fyrir gámasvæði

Klippikort fyrir árið 2021 eru tilbúin til afhendingar. Kortin verða afhent á gámasvæðum sveitarfélagsins á hefðbundum opnunartíma. Sem fyrr þá eru kortin ætluð greiðendum sorpeyðingargjalds. Athugið – eitt kort er fyrir hverja fasteign, líka í þeim tilvikum þar sem greiðendur sorpeyðingargjalds eru fleiri en einn. Viðtakandi kvittar fyrir móttöku kortsins.

Bókari á skrifstofu Bláskógabyggðar

Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa á skrifstofu sveitarfélagsins við bókhald, símsvörun og almenn skrifstofustörf. Skrifstofa Bláskógabyggðar er staðsett í Aratungu í Reykholti. Helstu verkefni og ábyrgð: Móttaka, skráning og lyklun reikninga í Navision bókhaldskerfi. Leiðbeiningar til starfsmanna um lyklun reikninga. Bókun millifærslna og leiðréttinga. Símsvörun, móttaka og afgreiðsla pósts og erinda. […]