Entries by

Brúarvirkjun var vígð um helgina

Brúarvirkjun í Bláskógabyggð var vígð sl laugardag. Virkjunin er rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts með uppsett afl upp á 9,9 megawött. Áætluð raforkuframleiðsla á ári er 82,5 gígavattstundir. Háspennustrengur liggur frá virkjuninni, sem er í landi jaðarinnar Brúar, til Reykholts og jókst afhendingaröryggi raforku á svæðinu við þessa framkvæmd. Um tvö ár eru síðan virkjunin […]

Atvinnumálaþing

Hafin er vinna við atvinnumálastefnu uppsveitanna fjögurra. Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur standa að þeirri vinnu í samstarfi við sviðsstjóra þróunarsviðs SASS. Atvinnumálaþing verður haldið á Flúðum fimmtudaginn 6. október kl. 16:00 í félagsheimilinu. Það markar upphaf þess sem á eftir kemur í stefnumótunarvinnunni. Þar verða flutt áhugaverð erindi sem varpa […]

Hreinsun plastúrgangs

Vegna frétta að undanförnu um plastúrgang á svæði sem ætlað var fyrir óvirkan úrgang við Spóastaði er rétt að fram komi að Bláskógabyggð og Terra munu, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, hreinsa svæðið. Terra er að vinna áætlun um framgang verksins, sem kynnt verður sveitarfélaginu og lögð fyrir Heilbrigðiseftirlitið. Til að tryggja það að allur […]

312. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

312. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, miðvikudaginn 21. september 2022, kl. 09:00. Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Stefanía Hákonardóttir, Sveinn Ingi Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Guðni Sighvatsson, Anna Greta Ólafsdóttir, Jón Forni Snæbjörnsson og Ásta Stefánsdóttir. Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. 1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2201007 244. fundur haldinn 24.08.2022, liður 2, Fellsendi land […]

Fundarboð 312. fundar sveitarstjórnar

    Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 312   FUNDARBOÐ   fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 21. september 2022 og hefst kl. 09:00       Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar 1. 2201007 – Fundargerð skipulagsnefndar 244. fundur haldinn 24.08.2022, liður 2, Fellsendi land L222604, uppbygging íbúðar- og útihúsa; fyrirspurn, afgreiðslu frestað á 311. […]

Samgöngumál í Bláskógabyggð

Fulltrúar Vegagerðarinnar, þau Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri, Svanur Bjarnason, svæðisstjóri, og Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, heimsóttu Bláskógabyggð í dag. Helgi Kjartansson, oddviti, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri, tóku á móti þeim. Aðstæður við gömlu brúna yfir Tungufljót voru skoðaðar, auk þess sem Einholtsvegur var ekinn og fundað í Torfhúsunum á Einholtsmelum. Sérstaklega […]

INFLÚENSUBÓLUSETNING 2022

  Bólusetning  gegn inflúensunni hefst þann 19. september á Heilsugæslunni í Laugarási   Athugið að Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.   Frá 19. september til 7. október geta því einungis eftirfarandi áhættuhópar pantað tíma í flensusprautu:   Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af […]

GRENNDARKYNNINGARGÖGN EINGÖNGU BIRT Í PÓSTHÓLFI Á ISLAND.IS

Frá og með 1. september mun embættið hætta að senda út hefðbundnar bréfasendingar og birta afgreiðslubréf og grenndarkynningargögn eingöngu í pósthólfum einstaklinga og lögaðila á island.is. Afgreiðslubréfin eru send á pósthólf umsækjenda málanna en grenndarkynningargögn á þá aðila sem taldir eru eiga mögulegra hagsmuna að gæta við óverulegar skipulagsbreytingar eða byggingarframkvæmdir þar sem skipulag liggur […]