Entries by

162. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

 fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. júní 2015 kl. 09:30.   Mætt: Valgerður Sævarsdóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.    Fundargerðir til staðfestingar: 1.1.    91. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15-08.   Mál nr. 11; Brú 167070: Umsókn um byggingarleyfi: hesthús – 1506022. Sótt er […]

Sumarlokun á skrifstofu Bláskógabyggðar

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Bláskógabyggðar lokuð frá 6. júlí til og  með 31. Júlí  2015 Hægt er að senda tölvupóst á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is og verður honum svarað svo fljótt sem hægt er.

Tvær úr Tungunum 2015

Sveitahátíðin „Tvær úr Tungunum“ verður haldin laugardaginn 15. ágúst. Takið frá daginn og kvöldið.  Að hátíðinni stendur áhugahópur heimamanna og undirbúningur er í fullum gangi. Árleg keppni í gröfuleikni verður á sínum stað og járnkarlinn.  Sitthvað verður í boði fyrir börnin; krakkahlaup, fótboltaæfing, hoppukastalar og loftboltar.  Fornbíla- og traktorasýning, markaður í Aratungu og um kvöldið […]

Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra til starfa fyrir næsta skólaár

Leikskólinn Álfaborg í Reykholti, Bláskógabyggð óskar eftir deildarstjóra til starfa fyrir næsta skólaár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf frá og með 14. Ágúst 2015. Einkunnarorð skólans eru virðing, velllíðan og fagmennska og endurspegla þau það starf sem unnið er eftir í Álfaborg. Stuðst er við hugmyndafræði Reggio Emilia stefnunnar sem leggur m.a áherslu […]

Bláskógabyggð auglýsir eftir kennurum

Á Laugarvatni : – Enska og íslenska á unglingastigi ásamt annarri kennslu. Í skólanum á Laugarvatni eru um 60 nemendur í leik- og grunnskóla.   Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir elfa@blaskogaskoli.is Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 15. júlí 2015    

Vilt þú selja á markaði 11. júlí?

Frá Gallerí Laugarvatni Í tilefni af Gullhringnum 11. júlí, ætlum við í Galleríinu að hafa útimarkað og bjóðum öllum sem vilja koma og selja vöru sína hvort sem er handverk, hlutir úr geymslunni, nýmeti úr garðinum eða bara hvað sem er, að vera með borð við Galleríið. Það kostar ekkert en viðkomandi þarf að koma […]

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

  Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi     Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:  1. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna færslu Hvammsvegar.   Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps sem felur í sér færslu Hvammsvegar á um 500 […]