Entries by sigurros

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi á horninu á Bankavegi og Austurvegi þriðjudaginn 9. apríl frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir

Fundarboð 229. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 229   FUNDARBOÐ   fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 3. apríl 2019 og hefst kl. 15:15       Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar 1. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar 174. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. mars 2019. 2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 97. fundur haldinn 20. […]

Opnunarhátíð Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál á Laugarvatni 5. apríl – Niður úr fílabeinsturninum: Hvað geta rannsóknir gert fyrir íslensk sveitarfélög á 21. öldinni?

Föstudaginn 5. apríl næstkomandi milli kl 15:00 – 17:00 í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni. Ávarp flytur Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála. Gestafyrirlesarar eru Colin Copus, emeritus prófessor við De Montfort háskóla í Leicester og Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Þau munu fjalla um hvers vegna það er mikilvægt að rannsóknir séu ekki stundaðar […]

Hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bókaði eftirfarandi á fundi sínum hinn 21. mars s.l. vegna hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Lagt var fram minnisblað sveitarstjóra Húnavatnshrepps, ásamt bókun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. Málið var áður tekið fyrir á 226. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, liður 28. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar innkomnu erindi Húnavatnshrepps og tekur heilshugar undir þau sjónarmið sem þar koma […]

Ungmennaráð fundar með sveitarstjórn

Á fund sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 21. mars komu fulltrúar úr ungmennaráði Bláskógabyggðar, ásamt Ragnheiði Hilmarsdóttur, starfsmanni ungmennaráðs. Rætt var um fyrirhugað málþing sem ungmennaráð í Uppsveitum hyggjast standa fyrir í haust að frumkvæði ungmennaráðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps, rætt var um þing sem ungmennaráð hefur sótt síðustu mánuði á Selfossi og í Grindavík, um […]