Entries by sigurros

Fundarboð Landgræðsufélags Biskupstungna 27 . nóvember 2018

Fundarboð Landgræðslufélag Biskupstungna boðar til aðalfundar í Skálanum í Myrkholti, þriðjudaginn 27. nóvember 2018 kl. 20:00.   Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Erindi frá gestum fundarins: Árni Bragason, landgræðslustjóri Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. 3.  Inntaka nýrra félaga. 4.Önnur mál. Allir áhugamenn um landgræðslumál velkomnir.   Kaffiveitingar í boði félagsins   Stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna  

Jólatónleikar

Söngfélagið kynnir með stolti áttundu jólatónleikana sína! Þemað í ár kemur frá Suður-Ameríku og verða flutt tvö verk eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez, annars vegar hin þekkta Kreólamessa „Misa Criolla“ og hinsvegar helgisagan um fæðingu Krists „Navidad Nuestra“. Þá verða flutt nokkur vel valin suðuramerísk jólalög. Samkvæmt hefð Söngfjelagsins verður einnig frumflutt nýtt íslenskt jólalag. […]

Lokun sundlaugarinnar á Laugarvatni vegna viðhalds

ATH! Sundlaugin verður lokuð frá og með mánudeginum 19.nóvember og fram að jólum vegna viðhalds. Við biðjumst velvirðingar á því, en vonumst jafnframt til að geta opnað laugina aftur sem fyrst. Um er að ræða uppsetningu á nýjum síunarbúnaði fyrir vatnið, svo við syndum í enn hreinna og ferskara vatni Ræktin verður áfram opin eins […]