Entries by sigurros

Fundarboð 273. fundar sveitarstjórnar

    Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 273   FUNDARBOÐ   fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 7. janúar 2021 og hefst kl. 15:15       Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar 1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar 208. fundur skipulagsnefndar, haldinn 22. desember 2020, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 3. 2. 2001009 – […]

Meðferð flugelda

Bláskógabyggð minnir á að flugeldaskot geta valdið hræðslu meðal dýra og hvetur til þess að notkun flugelda sé takmörkuð við áramótin og þrettándann. Hér eru nánari leiðbeiningar, teknar af heimasíðu Matvælastofnunar: Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda […]

Áramótakveðja

Bláskógabyggð sendir starfsmönnum, íbúum sveitarfélagsins, sumargestum, nærsveitungum og landsmönnum öllum bestu óskir um gæfu og gleði á nýju ári og þakklæti fyrir árið sem er að líða. Árið 2020 hefur verið mörgum erfitt en vonandi birtir til á nýju ári. Myndina sem fylgir kveðjunni tók Jón K.B. Sigfússon af glitskýjum sem prýddu himininn í vikunni. […]

Jólakveðja

Óskum íbúum Bláskógabyggðar og öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla. Með ósk um gott og farsælt nýtt ár. Þökkum liðið ár. Sveitarstjórn og starfsfólk Bláskógabyggðar.

Torfhús Retreat fengu umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2020.

Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2020 voru afhent 16. des sl. Torfhús Retreat, Dalsholti fengu verðlaunin í ár en Torfhúsin eru einstaklega smekkleg, falleg ásýndar og falla vel inn í umhverfið með tilvísun til fyrri byggingarhefða Íslendinga. Allt umhverfi húsanna er til fyrirmyndar og gengið frá öllu jarðraski og grætt um leið og verk hafa verið unnin og […]

Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 greinagerð

Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hinn 10. desember s.l. var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins samþykkt. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að afgangur af rekstir verði um 3,3 milljónir króna, sem er minna en verið hefur síðustu ár. Óvissa er talsverð um þróun útsvarstekna vegna áhrifa covid-19. Rekstrargjöld eru svipuð og síðustu ár, að teknu tilliti til kjarasamningsbudninna […]

Jafnlaunavottun

Bláskógabyggð hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með innleiðingu jafnlaunastaðals hefur sveitarfélagið komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli […]

Áramótabrennur falla niður

Fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurlandi funduðu í dag með lögreglustjóra og fulltrúa sýslumanns og varð niðurstaða þess fundar að ekki verði áramótabrennur á gamlárskvöld. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af þeim samkomutakmörkunum sem í gildi eru, en skv. núgildandi reglum má ekki gefa út leyfi fyrir viðburðum sem standa eftir kl. 21 og almenna reglan um […]