Entries by sigurros

Nýárskveðja frá Bláskógabyggð

Við sendum íbúum í Bláskógabyggð, sumarhúsaeigendum, gestum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk Bláskógabyggðar Myndin er úr safni Páls Skúlasonar og sýnir hún Hvítárbrú við Iðu ljósum prýdda.

Meðferð flugelda

Bláskógabyggð minnir á að flugeldaskot geta valdið hræðslu meðal dýra og hvetur til þess að notkun flugelda sé takmörkuð við áramótin og þrettándann. Hér eru nánari leiðbeiningar, teknar af heimasíðu Matvælastofnunar: Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda […]

Áramótabrennur í Bláskógabyggð um áramótin

Áramótabrennur verða á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu. Í Laugarási við Höfðaveginn kl. 20:30. Í Reykholti brenna kl. 20:30 og flugeldasýning kl. 21:00 Á Laugarvatni er Björgunarsveitin Ingunn með brennu og flugeldasýning við vatnið kl. 21:30

Jólakveðja

Óskum íbúum Bláskógabyggðar og öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla. Með ósk um gott og farsælt nýtt ár. Þökkum liðið ár. Sveitarstjórn og starfsfólk skrifstofu Bláskógabyggðar.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Vinsamlegast smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast auglýsingu Skipulagsauglýsing UTU 18. desember 2019 til auglýsingar. Ofangreindar skipulagslýsingar/skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Hér er  linkur/tenging á síðuna :  https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-18-desember-2019/ Á okkar síðu utu.is  mun auglýsing birtast með þeim […]

Samið við björgunarsveitir

Bláskógabyggð hefur endurnýjað samninga við björgunarsveitirnar tvær sem starfa innan sveitarfélagsins, Björgunarsveitina Ingunni og Björgunarsveit Biskupstungna. Með samningunum eru framlög sveitarfélagsins til starfsemi félaganna aukin. Framlögin felast í rekstrarstyrk fyrir björgunarsveitirnar og ungmennastarf, framlögum fyrir tiltekin verkefni sem sveitirnar sinna, svo sem flugeldasýningar, og styrk til reksturs fasteigna björgunarsveitanna á móti kostnaði þeirra af fasteignagjöldum […]