Entries by sigurros

Fella- og fjallgönguverkefni:

Heilsueflandi Uppsveitir, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu, er með fella- og fjallgönguverkefni í gangi til að hvetja íbúa og gesti til ganga 5 fell í uppsveitunum. Fellin eru öll aðgengileg og leiðirnar stikaðar þar sem þörf er og ættu flestir að finna sér fjall eða fell við hæfi. Upp á hverju felli er […]

Aðstoðarskólastjóri

Bláskógaskóli, Reykholti Staða aðstoðarskólastjóra Bláskógaskóla Reykholti er laus til umsóknar. Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum eru 83 nemendur og þar starfa 20 starfsmenn. Kjörorð skólans eru Virðing-Vellíðan-Samvinna. Bláskógaskóli í Reykholti er annar tveggja grunnskóla Bláskógabyggðar. Gott samstarf er við leikskólann Álfaborg í Reykholti, Bláskógaskóla á Laugarvatni og Kerhólsskóla í […]

Ráðning skólastjóra Bláskógaskóla Reykholti

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að ráða Láru Bergljótu Jónsdóttur í stöðu skólastjóra Bláskógaskóla Reykholti. Lára Bergljót hefur gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra Bláskógaskóla Reykholti frá árinu 2017 og starfað sem grunnskólakennari í 18 ár þar á undan. Þrjár umsóknir bárust um skólastjórastöðuna. Ráðningin tekur gildi 1. ágúst n.k.  

262. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

          fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 29. júní 2020, kl. 15:15.     Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ragnhildur Sævarsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.       Fundargerð ritaði: […]

Fundarboð 262. fundar sveitarstjórnar

    Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 262   FUNDARBOÐ   fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 29. júní 2020 og hefst kl. 15:15       Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar 1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar 198. fundur skipulagsnefndar haldinn 24. júní 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 8. Fundargerðir til kynningar […]

Umsækjendur um stöðu skólastjóra

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um stöðu skólastjóra í Bláskógaskóla, Reykholti og er umsóknarfrestur runninn út. Þrjár umsóknir bárust. Nöfn umsækjenda eru: Árni Þ. Hilmarsson Gerður Ó. Steinþórsdóttir Lára B. Jónsdóttir​

Forsetakosningar 27. júní 2020 framlagning kjörskrár og kjörstaðir í Bláskógabyggð

Kjörfundur vegna forsetakosninga Kjörstaðir í Bláskógabyggð eru tveir: Félagsheimilinu Aratungu, Reykholti, fyrir íbúa í Biskupstungum. Bláskógaskóla Laugarvatni, Lindarbraut 6, fyrir íbúa í Laugardal og Þingvallasveit. Kjörfundur hefst í báðum kjördeildum laugardaginn 27. júní n.k. kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd. Einstaklingar búsettir erlendis, sem hafa kosningarétt í Bláskógabyggð, eru á […]

Kynning á því sem í boði er um ljósleiðara

Kvöldstund með fjarskiptafélögum   Mánudaginn 29. júní n.k. verður kynningarfundur frá kl. 17:00 – 20:00 í Aratungu. Þar gefst íbúum kostur á að hitta sölufulltrúa fjarskiptafélaga sem selja internet, sjónvarps og símaþjónustu. Það er í boði að fá verðtilboð og panta sér fjarskiptaþjónustu á staðnum. Auk þess verða fulltrúar Bláskógaljóss á staðnum til að svara […]