Entries by sigurros

Tilkynning frá leikskólanum Álfaborg

Leikskólaumsókn fyrir skólaárið 2019-2020 Í leikskólanum Álfaborg stendur nú yfir undirbúningur fyrir skólaárið 2019 – 2020. Næsta haust munum við byrja aftur á því að taka inn eins árs gömul börn. Við hvetjum því íbúa Bláskógabyggðar sem ætla sér að sækja um vistun fyrir barn í leikskólanum næsta skólaár að sækja um sem fyrst. Umsókn […]

Opnun á félagsaðstöðu í Bergholti

Þriðjudaginn 26. mars nk. verður viðbót við félagsaðstöðu eldri borgara í Bergholti í Reykholti opnuð með formlegum hætti. Í tilefni af því verður opið hús í Bergholti frá kl. 14:00 til kl. 16:00. Eins og áður hefur komið fram gaf Haraldur Kristjánsson í Einiholti, sveitarfélaginu rausnarlega gjöf til aðstöðusköpunar til handa eldri borgurum í Bergholtinu. […]

Fundarboð

Aðalfundur Félags eldri borgara í Biskupstungum verður haldinn í Aratungu fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 14.oo Venjuleg aðalfundarstörf Formaður á að ganga úr stjórn og býðst undan endurkjöri. Stjórnin  

Fundarboð 228. fundar sveitarstjórnar

  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 228   FUNDARBOÐ   fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 21. mars 2019 og hefst kl. 15:15       Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar 1. 1901042 – Fundargerð skólanefndar 5. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar, haldinn 13. mars 2019. Liði 7 og 9 þarf að afgreiða sérstaklega og eru þeir […]

Tjaldsvæði Laugarvatni

Bláskógabyggð auglýsir til leigu tjaldsvæði á Laugarvatni. Um er að ræða land fyrir tjaldsvæði og mannvirki sem tilheyra rekstrinum. Rekstraraðili skal sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda, upplýsingagjöf og þjónustu við ferðamenn, auglýsingar fyrir svæðið og annað tilheyrandi. Leigutaki hefur allar tekjur af rekstri svæðisins, sem og allan kostnað. Til […]

Útboð á slætti

Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Sláttur og hirðing í Laugarási og Reykholti“. Samningstímabil þessa útboðs er frá 15. maí 2019 til 15. september 2021. Heildarstærð verkstaða samkvæmt útboðsgögnum er ríflega 70.000 m2. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 2. apríl.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband […]

Samningur um leigu Íþróttamiðstöðvar

Gengið hefur verið frá samningi milli Bláskógabyggðar og Ungmennafélags Íslands um leigu UMFÍ á Íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Samningurinn er gerður til 10 ára og mun UMFÍ reka ungmenna- og tómstundabúðir í húsnæðinu. Jafnframt var samið við UMFÍ um afnot af íþróttamannvirkjum Bláskógabyggðar á Laugarvatni fyrir starfsemina. Í ungmenna- og tómstundabúðum dvelja um 70-80 9. bekkingar […]

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi á horninu á Bankavegi og Austurvegi þriðjudaginn 19. mars frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir

Sumarstörf 2019

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir laus til umsóknar sumarstörf við íþróttamannvirki á Laugarvatni Um er að ræða vaktavinnu frá 25.maí til 15.ágúst Verkefni starfsmanna felast m.a. í:  Gæsla við sundlaug, baðvörslu og eftirliti með íþróttahúsi og þrek-sal.  Afgreiðsla – þjónusta við gesti.  Þif  á mannvirkjum. Hæfniskröfur:  Hafi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum. […]