Entries by sigurros

Viltu starfa í slökkviliði?

  Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir slökkviliðsmönnum, bæði konum og körlum, til starfa á starfsstöðum sínum á Selfossi, Laugarvatni, Flúðum, Reykholti, Árnesi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Um er að ræða hlutastörf í útkallsliði BÁ. Hæfniskröfur vegna starfsins: Sveinspróf eða stúdentspróf er kostur. Æskilegt er að hafa ökuréttindi til að stjórna vörubifreið, þó ekki skilyrði. Færni í samskiptum, […]

Fundarboð 266. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 266 FUNDARBOÐ 266. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. september 2020 og hefst kl. 15:15 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar 201. fundur skipulagsnefndar haldinn 9. september 2020, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 7. Fundargerðir til kynningar 2. 2001032 – Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara […]

Skipulagsauglýsing

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing sem birtist í dag 9.september 2020 í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Dagskránni, auk þess á heimasíðu https://www.utu.is/   Þetta eru mál í Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Flóahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.   Ef þið gætuð sett það þannig upp hjá ykkur að linkur/tenging fylgi á síðuna okkar:  https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-9-september-2020/ […]

Aðalfundur Björgunarsveitar Biskupstungna.

Aðalfundurinn verður haldin í húsi sveitarinnar að Bjarkarbraut 2 í Reykholti, Sunnudaginn 27.september Fundur hefst kl 20:00   Skýrsla formanns, reikningar síðasta árs, kosningar í stjórn, inntaka nýrra félaga og önnur mál Nýjir félagar velkomnir.   Stjórn Björgunarsveit Biskupstungna.

Tafir vegna fjárrekstra í Biskupstungum.

Föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september má búast við umferðartöfum á eftirtöldum vegum í Biskupstungum vegna fjárrekstra. Föstudaginn 11. sept Biskupstungnabraut F35, milli Gullfoss og Geysis frá kl: 11:30 til 13:30. Skeiða- og Hrunamannavegur F30, við Gýgjarhól milli kl: 14:00 og 15:30. Einholtsvegur F358, frá Kjarnholtum að Tungnaréttum frá kl:16:00 fram á kvöld. Laugardaginn […]

Allar lóðir við Brekkuholt lausar til úthlutunar.

Sveitarstjórn samþykkt á fundi sínum  20. ágúst, að auglýsa allar lóðir við Brekkuholt lausar til úthlutunar. Áður hafði helmingum lóða við götuna verið auglýstar lausar til úthlutunar. Á fundinum í dag var tveim lóðum úthlutað og áhugi er fyrir tveim öðrum lóðum. Því samþykkti sveitarstjórn að auglýsa allar lóðir við götuna lausar til úthlutunar til […]