Entries by sigurros

Forsetakosningar fara fram þann 25. júní 2016

Kjörstaðir í Bláskógabyggð eru tveir: Grunnskóli Bláskógabyggðar, Reykholti, fyrir íbúa í Biskupstungum. Skrifstofa byggingarfulltrúa Laugarvatni, Dalbraut 12, fyrir íbúa í Laugardal og Þingvallasveit.   Kjörfundur hefst í báðum kjördeildum kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.   Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki og framvísi þeim ef óskað er. Einstaklingar búsettir erlendis, sem hafa kosningarétt í Bláskógabyggð […]

Rúlluplast

Rúlluplast verður tekið hjá þeim bændum sem vilja 24. júní 2016. Vinsamlegast látið vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-3000 eða í tölvupósti á gudrunh@blaskogabyggd.is. Einnig er hægt að hafa fasta mánuði hjá þeim bændum sem það vilja. Komudagar rúlluplastsbíls verða auglýstir í Bláskógafréttum og á heimasíðu Bláskógabyggðar  http://www.blaskogabyggd.is/ Ef bændur vilja fá senda tilkynningu um […]

Skólaakstur við Bláskógaskóla Laugarvatni

Bláskógaskóli Laugarvatni auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur í Bláskógabyggð. Um er að ræða akstursleið nefnda Laugardalur, Efstidalur að Bláskógaskóla Laugarvatni auk Reykholtsferðar með nemendur í samkennslu 2svar í viku. Útboðsgögn liggja frammi hjá skólastjóra í Bláskógaskóla Laugarvatni. Frestur til að skila tilboðum rennur út 1. júlí kl. 12.00. Nánari upplýsingar Elfa Birkisdóttir, skólastjóri í síma 480-3031/ 8683035

Menningarverðlaun Bláskógabyggðar 2015

Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar afhenti menningarverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 á 17. júní hátíðarhöldum sem fram fóru í Reykholti. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Gullkistunnar, miðstöð sköpunar, á Laugarvatni. Gullkistan hefur með starfsemi sinni auðgað menningu og starfsemi á Laugarvatni svo sómi sé af. Fólk víðsvegar að úr heiminum kemur á Laugarvatn til að sinna […]

Framlagning kjörskrár

  vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016     Kjörskrá, vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016, liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma frá og með 15. júní 2016. Almennur skrifstofutími er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá kl. 8:30 til 12:30.  Kjörskráin mun […]

Trjákurl

„Á gámasvæðinu í Reykholti er urmull af kurli sem allir mega ganga í sér að kostnaðarlausu. : Tilvalið í gangstíga, moltugerð eða hvað sem þér dettur í hug.“  

Vindhemskórinn frá Uppsala heldur tónleika í Skálholtskirkju, Þriðjudaginn 21. júní kl 20:00-21:00 – Aðgangur ókeypis

Vindhemskórinn frá Uppsölum, Svíþjóð   Tónleikar kórsins spanna yfir bæði veraldlega og kirkjulega tónlist frá Norðurlöndunum og Evrópu allt frá fimmtándu öld til okkar daga. Kórinn mun einnig syngja afróameríska tónlist eftir Duke Ellington, Oskar Peterson og fleiri.   Stutt kynning Heimkynni kórsins er Vindhemskirkjan í Uppsölum. Kórinn var stofnaður 1962, en Peter Melin hefur […]

17. júní á Laugarvatni

13:30 Skrúðganga frá Bláskógaskóla Mætið tímanlega með börnin til að fá andlitsmálun og svo verða blöðrur í boði Lionsmanna. Gengið verður að Héraðsskólanum. 14:00 Hátíðarhöldin sett við Héraðsskólann Fánakveðja Fjallkona Hátíðarræða flutt af Pálma Pálssyni Afhending verðlauna Ungmennafélags Laugdæla Karamellukast Fyrirtækjakeppni í sápubolta. Eftir keppni gefst krökkum kostur á að leika sér á plastinu. Endilega […]

17. júní 2016 í Reykholti

Kl. 13:00  Hátíðarmessa í Torfastaðakirkju. Kl. 14:00  Skrúðganga leggur af stað frá Bjarnabúð, ath. engin blöðrusala á vegum nefndarinnar.   Kl. 14:30  Hátíðarsamkoma sett í Aratungu.   Ávarp fjallkonu, hátíðarræða nýstúdents, söngur drengjakórs, afhending verðlauna í ljósmyndasamkeppni með “Vatn” sem þema og afhending menningarverðlauna á vegum Menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.   Einnig verður skemmtun utandyra t.d. kassabíla- […]