Entries by sigurros

Fundarboð 183. fundar sveitarstjórnar

  FUNDARBOÐ 183. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 3. mars 2016 í Aratungu, kl. 15:15. Dagskrá fundar: Fundargerðir til staðfestingar: 1.1. 169. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar. 1.2. 104. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa. 1.3. 105. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa. Fundargerðir lagðar fram til kynningar: 2.1. 33. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúi Uppsveita bs. 2.2. […]

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi á Hafnarplaninu þriðjudaginn 01. mars 2016  frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir.  

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

  Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi     Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: Breyting á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi, á svæði úr landi Laugardæla. Golfvöllur í stað íbúðarsvæðis.   Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna breytinga á aðalskipulagi Hraungerðishrepps […]

Fréttatilkynning vegna þeirrar ákvörðunar Háskóla Íslands að færa grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur.

  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kom saman þann 19.febrúar 2016 vegna þeirrar ákvörðunar Háskóla Íslands að færa grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur.   Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Háskóla Íslands að færa nám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Með þessari ákvörðun er Háskóli Íslands að bregðast því trausti að vera háskóli […]

Föstudaginn 26. febrúar n.k. kl. 20:00 verður japanski tónlistarmaðurinn, Daisuke Tanabe, með tónleika

Föstudaginn 26. febrúar n.k. kl. 20:00 verður japanski tónlistarmaðurinn, Daisuke Tanabe, með tónleika í lofti Gamla-bankans Austurvegi 21 Selfossi. Hann spilar sína eigin raftónlist sem er blanda af hiphop, elektrónískri, þjóðlaga og jazz tónlist og hefur hann fengið sérstakt lof fyrri sína túlkun og framsetningu. Hann bjó í nokkur ár í London og samdi m.a. […]

Íbúafundur um deiliskipulag og framtíðarnýtingu Skálholtsjarðarinnar 23.febrúar 2016 kl. 14.30 – 16.30 í Skálholtsskóla

Rætt um deiliskipulag og framtíðarnýtingu Skálholtsjarðarinnar         Stjórn Skálholts hefur boðað til íbúafundar vegna vinnu við nýtt deiliskipulag Skálholtsstaðar og framtíðarnýtingu Skálholtsjarðarinnar þriðjudaginn 23. febrúar kl. 14.30 – 16.30 í Skálholtsskóla. Kynnt verða áform og hugmyndir um framtíð jarðarinnar og kallað eftir umræðum. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa.  

Rúlluplast

Rúlluplast verður tekið hjá þeim bændum sem vilja 16. febrúar 2016. Vinsamlegast látið vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-3000 eða í tölvupósti á gudrunh@blaskogabyggd.is. Einnig er hægt að hafa fasta mánuði hjá þeim bændum sem það vilja. Komudagar rúlluplastsbíls verða auglýstir í Bláskógafréttum og á heimasíðu Bláskógabyggðar  http://www.blaskogabyggd.is/ Ef bændur vilja fá senda tilkynningu um komudaga […]

Starf sviðsstjóra Framkvæmda- og veitusviðs

Bláskógabyggð varð sveitarfélag 9. júní 2002 en þá sameinuðust Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur og Þingvallahreppur. Íbúar eru alls 980.  Bláskógabyggð er mjög landstórt og víðfemt sveitarfélag.  Öflugt félagslíf er í sveitarfélaginu.  Hefð er fyrir miklu skólasamfélagi á Laugarvatni, en þar eru öll skólastig; leikskóli, grunnskóli, menntaskóli og háskóli.  Ferðaþjónusta er mjög stór atvinnugrein í Bláskógabyggð og matvælaframleiðsla […]