Entries by sigurros

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi á Hafnarplaninu þriðjudaginn 22. nóvember  frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi föstudaginn 9. des. n.k. kl. 20:00

Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 9. des. n.k. kl. 20:00.  Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og Gretti.   Boðið verður uppá […]

Deildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir 14. – 22. nóvember.

Þetta er tónleikaröð þar sem fram koma allar hljómsveitir og samspilshópar tónlistarskólans auk smærri hópa og einleikara/einsöngvara. Dagskrá deildartónleikanna er fjölbreytt og metnaðarfull og gefst Sunnlendingum einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi tónlistarskólans með því að mæta á tónleikaröðina.   Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.   Tónleikar fara fram […]

Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00

„Allt er breytingum háð“ Fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins – þróun á tímum örra breytinga. Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu, verður haldið í Golfskálanum á Efra-Seli, Hrunamannahreppi (Flúðum) fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00. Frummælendur verða  Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Einnig verða sagðar reynslusögur fyrirtækja á svæðinu og […]

Fundarboð 190. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 190, fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2016 í Aratungu, kl. 15:15. Dagskrá fundar: Tillaga um breytingu aðalskipulags Bláskógabyggðar að Efri-Reykjum; verslunar- og þjónustusvæði. (Fulltrúar landeigenda koma á fundinn til að kynna tillöguna) Fundargerðir til staðfestingar: 2.1. 176. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar. 2.2. 119. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa. 2.3. 120. fundur skipulagsnefndar […]

Bláskógafréttir

  Smellið hér fyrir neðan til að nálgast nóvemberblað Bláskógafrétta Bláskógafréttir nóvember 2016,,,pub  

Úrgangsmál og endurvinnsla. Ný flokkunartunna.

Á næstu vikum mun hvert heimili í Bláskógabyggð fá senda nýja flokkunartunnu ásamt bæklingi um flokkunarmál. Tunnan er með grænu loki og er ætluð fyrir plastúrgang frá heimilum. Í bæklingnum er hægt að lesa sig um hvernig á að flokka í tunnurnar ásamt öðrum gagnlegum fróðleik. Björgunarsveitirnar munu sjá um dreifinguna á tunnunum.  

Opið málþing á Flúðum næstkomandi miðvikudag 26. október

Í viðhengi eru upplýsingar um opið málþing sem haldið verður á Flúðum næstkomandi miðvikudag 26. október. Dagská á Flúðum miðvikudaginn 26. október Tilefnið er að hjá okkur eru góðir gestir 20 manna hópur frá Skotlandi, fólk úr ferðabransanum sem er að kynna sér ferðaþjónustu, einkum í tengslum við mat, menningu  og matarframleiðslu. „Learn, taste, Experience- Iceland“ […]