Entries by sigurros

Kynningarfundur á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í Aratungu 3. febrúar 2016 kl. 16-19.

AÐALSKIPULAG BLÁSKÓGAGYGGÐAR 2015-2027 Kynningarfundur í Aratungu 3. febrúar 2016 kl. 16-19.   Bláskógabyggð hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitar­félagið og er vinna við það langt komin.   Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar, sem tekur til alls lands innan sveit­ar­félagsins. Í aðal­skipu­lagi eru mörkuð stefna og tekin frá svæði fyrir […]

Straumleysi

Straumlaust verður á eftirtöldum svæðum, aðfaranótt föstudags 22.janúar frá kl. 01:00 og fram til kl. 07:00 vegna vinnu í aðveitustöð Flúðum.   Flúðir þéttbýli og Hrunamannahreppur – undanskilin er línan frá Ásatúni að Háholti.   Reykholt þéttbýli, Biskupstungur ofan Reykholts, Laugardalur ofan Böðmóðsstaða. RARIK  Suðurlandi

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Þann 7. janúar sl. birtist auglýsing þar sem kynntar voru nokkrar aðal- og deiliskipulagsáætlanir í sveitarfélögunum Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. Í auglýsingunni kom ranglega fram að frestur til að gera athugasemdir við eftirfarandi skipulagsáætlanir væri 12. febrúar n.k. þegar […]

Menningararfur – skiptir hann þig máli?

Ef svarið er já, þá átt þú erindi á umræðufund um óáþreifanlegan menningararf og kynningu á sáttmála UNESCO um verndun hans. 21. – 23. janúar verða haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á suðurlandi um óáþreifanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans. Fundirnir á Hvolsvelli og á Klaustri verða í samstarfi við Brynju Davíðsdóttur […]

180. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 180. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn fimmtudaginn 7. janúar 2016, kl. 15:15 í Aratungu   Mætt voru: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.   Fundargerðir til staðfestingar: 1.1.    102. fundur skipulagsnefndar ásamt afgreiðslum […]

Sveinbjörn Jóhannesson íþróttamaður Bláskógabyggðar 2015

Í hófi sem Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar efndi til sl. laugardag var Sveinbjörn Jóhannesson, frá Heiðarbæ í Þingvallasveit, útnefndur Íþróttamaður Bláskógabyggðar. Sveinbjörn er fæddur árið 1998 en hefur þegar skapað sér nafn í körfuboltanum. Hann hóf ungur að æfa með Laugdælum og lagði í fyrstu bæði stund á frjálsar íþróttir og körfubolta en árið 2015 snéri hann […]

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

  Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi     Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Egilsstaða.   Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna breytinga á aðalskipulagi Flóahrepps sem felur […]

Straumleysi

Straumlaust verður á eftirtöldum svæðum, aðfaranótt föstudags janúar frá kl. 01:00 og fram til kl. 07:00 vegna vinnu í aðveitustöð Flúðum.   Flúðir þéttbýli og Hrunamannahreppur – undanskilin er línan frá Ásatúni að Háholti.   Reykholt þéttbýli, Biskupstungur ofan Reykholts, Laugardalur ofan Böðmóðsstaða. RARIK  Suðurlandi