Entries by sigurros

Kveðjuhóf lækna – frestun.

Eins og áður var boðað var fyrirhugað að halda hóf til heiðurs læknunum Gylfa og Pétri 30 nóvember n.k. Þeir eru að láta af störfum sem kunnugt er. Ákveðið hefur verið að fresta kveðjuhófinu um sinn. Ný tímasetning verður tilkynnt síðar. Undirbúningsnefndin

Orkusalan gaf hleðslustöð fyrir rafbíla

Orkusalan kom færandi hendi í dag en hún hefur ákveðið að gefa öllum sveitafélögum á landinu hleðslustöð fyrir rafbíla. Á myndinni er Friðrik Valdimar Árnason frá Orkusölunni að afhenda Valtý Valtýssyni sveitarstjóra Bláskógabyggðar hleðslustöðina.   Í fréttatilkynningu Orkusölunnar segir að með framtakinu er ætlun fyrirtækisins að gera rafbílaeigendum það auðveldara að ferðast um landið en […]

Sorphirðumál

Elsku sveitungar   Um þarsíðustu helgi var grænu tunnunum dreift á íbúa sem áður voru búin að fá kynningarbækling um hvernig við ætlum að flokka.   Ekki náðist að dreifa tunnum á alla íbúana en það ætti að nást á allra næstu dögum.   Þessu fylgir nýtt sorphirðudagatal sem hægt er að nálgast á heimasíðu […]

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi á Hafnarplaninu þriðjudaginn 22. nóvember  frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi föstudaginn 9. des. n.k. kl. 20:00

Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 9. des. n.k. kl. 20:00.  Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og Gretti.   Boðið verður uppá […]

Deildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða haldnir 14. – 22. nóvember.

Þetta er tónleikaröð þar sem fram koma allar hljómsveitir og samspilshópar tónlistarskólans auk smærri hópa og einleikara/einsöngvara. Dagskrá deildartónleikanna er fjölbreytt og metnaðarfull og gefst Sunnlendingum einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi tónlistarskólans með því að mæta á tónleikaröðina.   Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.   Tónleikar fara fram […]

Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00

„Allt er breytingum háð“ Fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins – þróun á tímum örra breytinga. Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu, verður haldið í Golfskálanum á Efra-Seli, Hrunamannahreppi (Flúðum) fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00. Frummælendur verða  Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Einnig verða sagðar reynslusögur fyrirtækja á svæðinu og […]