Entries by sigurros

Nemendur Bláskógaskóla taka þátt í aðalskipulagsvinnu Bláskógabyggðar

Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 stendur yfir en sveitarstjórn fól Steinsholti sf. að vinna aðalskipulag sveitarfélagsins. Starfshópur skipaður af sveitarstjórn hefur unnið með ráðgjafanum í rúmt ár við skipulagsvinnuna og íbúum sveitarfélagssins hefur staðið til boða að koma hugmyndum sínum á framfæri á íbúafundum sem haldnir hafa verið í Aratungu. Á dögunum var brugðið á það […]

Tónleikar Dómskórsins í Southwark í Lundúnum í Skálholtskirkju 30. maí kl. 16.00

Þegar steindi glugginn sem Leifur Breiðfjörð gerði fyrir Southwark Cathedral var vígður 2012 kom fram mikill áhugi hjá kórnum að koma til Ísland og er það að rætast núna. Sá áhugi elfdist þegar Kammerkór Suðurlands hélt sína frábæru tónleika í Dómkirkjunni. Kórinn á sér langa og merka sögu og hefur tekið þátt í fjölda viðburða […]

Bláskógabyggð auglýsir eftir kennurum

Á Laugarvatni : – Enska og íslenska á unglingastigi ásamt annarri kennslu. – Leikskólakennarar Í skólanum á Laugarvatni eru um 60 nemendur í leik- og grunnskóla. Í Reykholti : – Umsjónarkennsla á yngsta stigi – Smíðakennsla um 50% – Staða deildarstjóra sérkennslu Í Reykholti eru tæplega 90 grunnskólanemendur. Nánari upplýsingar veitir Valtýr Valtýsson valtyr@blaskogabyggd.is Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 28. maí […]

Bláskógabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra leikskólans Álfaborgar Reykholti, Bláskógabyggð.

Sveitarfélagið Bláskógabyggð er staðsett í uppsveitum Árnessýslu og nær yfir Biskupstungur, Laugardal og Þingvallasveit. Það er framsækið sveitarfélag í örum vexti þar sem búa tæplega 1000 íbúar. Þrír þéttbýliskjarnar eru í sveitarfélaginu, þ.e. Laugarás, Laugarvatn og Reykholt.  Leikskólinn Álfaborg er staðsettur í Reykholti, sem er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík.   Skólastjóri leikskólans Álfaborgar […]

Lokun á Reykjavegi 355 15. maí frá kl 10:00 til 14:00

Til upplýsingar. Vegna vinnu við borholu við Efri Reyki 15. maí þarf að loka Reykjavegi 355 tímabundið þ.e. 15. maí frá kl. 10:00 til 14:00. Unnið verður við borholuna frá sunnudagskvöldi 17. maí til fimmtudags 21. maí, umferð verður hægð niður með aðvörun og merkingum en opið fyrir umferð. Borholan er innan vegsvæðis og nálægt […]

Hreinsunarátak í Bláskógabyggð 15. og 16. maí 2015

  Hreinsunarátak verður í Bláskógabyggð dagna 15. og 16. maí n.k. Allar gámastöðvar Bláskógabyggðar verða opnar föstudaginn 15. maí frá kl. 12:00 – 18:00 og laugardaginn 16. maí frá 14.00 – 16.00. Losun verður gjaldfrjáls. Notum tækifærið, hreinsum í kringum hús, í görðum, í nánasta umhverfi okkar, rúlluplast og annað áfokið rusl af girðingum ofl. […]

Auglýsing um skipulagsmál

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi     Aðalskipulagsmál Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni: Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027. Endurskoðun. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir sem hver og ein nær yfir eitt af […]

172. fundur sveitarstjórnar

fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn fimmtudaginn 7. maí 2015, kl. 9:00 í Aratungu     Mætt voru: Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún M. Stefánsdóttur, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.   Fundargerðir til staðfestingar: 1.1.    160. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar. Staðfest samhljóða. […]

160. fundur Byggðaráðs

160. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. apríl 2015  kl. 12:00.   Mætt: Valgerðar Sævarsdóttur, formaður, Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.   Fundargerðir til kynningar: 1.1.    Fundur vinnunefndar um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar, dags. 15. apríl 2014. 1.2.    11. fundur stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á […]