Baðstofukvöld í Aratungu 29. október

Baðstofukvöld í Aratungu 29. okt.

Lionsklúbburinn Geysir  heldur  sína haustskemmtun undir  heitinu

“ sagna og kvæðamenn “

Við höfum fengið til okkar nokkra valinkunna sagnameistara sem allir vita

að góð saga má aldrei gjalda sannleikans.

Þeir sem leiða sagnaþáttinn verða Hallgrímur Guðfinnsson í Miðhúsum, Kristinn Ólason í Skálholti, Hilmar Einarsson á Laugarvatni, Einar Sæmundsen í Reykholti, Kristján Valur Ingólfsson fyrrverandi rektor í Skálholti og Bjarni Harðarson Selfossi, sem einnig verður kynnir kvöldsins.

Rými verður fyrir fleiri sem hafa “góðar sögur” í kollinum.

Félagar úr kvæðamannafélaginu Árgali koma til okkar og kynna sig og kveða stemmur .

Við opnum húsið kl. 20.30 og dagskráin hefst kl. 21.

Kaffi verður á könnunni og léttar veitingar seldar.

Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Lionsklúbburinn Geysir hefur í gegnum tíðina stundað fjáröflun með það að markmiði að leggja góðum málum í okkar samfélagi lið.  Í þessu tilviki verður öllum ágóða varið til að kaupa nýtt og fullkomið eyrnaskoðunartæki fyrir heilsugæslustöðina í Laugarási.

Sjáumst sem flest og njótum saman sagna og kvæðalistar.