Baðstofukvöld í Félagsheimilinu Árnesi föstudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:30

BAÐSTOFUKVÖLD

 Vörðukórinn heldur sitt árlega Baðstofukvöld í Félagsheimilinu Árnesi föstudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:30

Kappkostað er að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá og að sjálfsögðu býður þessi matglaði kór upp á veitingar, auk þess sem barinn verður opinn.

Uppsveitafólk er þekkt fyrir að skemmta sér og öðrum og verður þetta kvöld engin undantekning á því. Setið verður til borðs og notaleg stemning, gleði og gaman í fyrirrúmi.

Miðaverð er 2500 krónur.