Bæjardyr nýtt á heimasíðu Bláskógabyggðar

Með aðgang að Bæjardyrum á blaskogabyggd.is er verið að auka rafræna stjórnsýslu hjá sveitarfélaginu. Markmiðið er fyrst og fremst bætt þjónusta við íbúana með skilvirkari stjórnsýsluháttum.

Íbúar Bláskógabyggðar hafa aðgang að málum sínum hjá Bláskógabyggð. Hægt er sjá yfirlit yfir greiðslustöðu hjá sveitarfélaginu og skoða stöðu mála.

Til að komast inná Bæjardyr er notaður veflykill ríkisskattstjóra  sem er svokallaður varanlegur aðalveflykill, þ.e. veflykill sem þú valdir á skattur.is eða lykill sem ríkisskattstjóri hefur sent þér í heimabanka. Aðrir veflyklar, s.s. óbreyttur framtalsveflykill, skilalykill fagaðila eða veflyklar fyrir staðgreiðslu eða virðisauka, duga EKKI til auðkenningar hér.

Af öryggisástæðum eru viðskiptavinir hvattir til að skrá sig út af Þjónustusvæði að notkun lokinni með því að smella á hnappinn ,,Útskráning“.

Hægt er að fara inná heimasíðu Bláskógabyggðar og smella á hnapp merktan Bæjardyr eða slá inn slóðina sem kemur hér fyrir neðan.

https://www.island.is/audkenning/?id=blaskogabyggd.is