Bætt aðstaða í Árbúðum

Nú hefur verið tekið í notkun nýtt salernishús við Árbúðir á Kili. Framkvæmdir annaðist Gljásteinn ehf, sem annast rekstur fjallaskála Bláskógabyggðar á Biskupstungnaafrétti. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Gljásteini 5,5 millj.kr. styrk til verksins og verður framlag Bláskógabyggðar um 4,3 millj.kr. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og til bóta fyrir þá sem fara um svæðið.