Bláskógaskokk HSK 2007

Bláskógaskokk HSK
30. júní 2007.

Hið árlega Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 30. júní nk. og hefst kl. 11:00.  Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns, eftir Gjábakkavegi og endað á íþróttavellinum á Laugarvatni.

Vegalengdir 5 km og 10 mílur (16,09 km) með tímatöku.

Flokkaskipting bæði kyn:
10 mílur:  16 ára og yngri, 17 – 39 ára, 40 – 49 ára, 50 ára og eldri.
5 km:      16 ára og yngri og 17 ára og eldri.

Skráningargjald er kr. 1.200,- fyrir 17 ára og eldri en kr. 600,- fyrir 16 ára og yngri.  Innifalið í gladi er rútuferð frá Laugarvatni að rásmarki og aðgangur að sundlauginni á Laugarvatni (gegn framvísun keppnisnúmers).

Hægt er að skrá sig á hlaupasíðunni www.hlaup.is og greiða skráningargjaldið með kreditkorti.  Forskráning á www.hlaup.is lýkur föstudaginn 29. júní kl. 21:00.  Skráning og afhending keppnisnúmera er við íþróttahúsið á Laugarvatni á keppnisdegi frá kl. 9:00 til 10:00.  Þaðan verður ekið með rútu á Gjábakka kl. 10:00.  Reynt verður að takmarka bílaumferð um veginn á meðan á hlaupi stendur.

Allir sem ljúka hlaupi fá verðlaunapening.  Sigurvegarar í hverjum flokki fá sérstakan eignargrip og sérverðlaun eru fyrir fyrsta kal og fyrstu konu í 16 km.  Verðlaunaafhending verður við sundlaugina á Laugarvatni strax eftir hlaup.

Nánari upplýsinar veita skrifstofa HSK síma: 482-1189 og
Ingvar Garðarsson í síma: 482-2730 eða gsm: 698-5730.