Bláskógaskóli á Laugarvatni auglýsir eftirfarandi starf til umsóknar:

Hlutastarf smíðakennara og útnámskennara.

Hæfniskröfur:

Kennsluréttindi

Áhugi á útinámi og fjölbreyttum kennsluháttum

Reynsla af teymisvinnu er góður kostur

Áhugi á lotukennslu mikilvægur

Færni í mannlegum samskiptum er mikilvæg

ART þjálfari er kostur

Jákvæðni og áhugi fyrir margbreytilegu starfi

Lausnamiðun í starfi er mikilvægur eiginleiki

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Góð meðmæli úr fyrri störfum.

Bláskógaskóli á Laugarvatni er samrekinn leik- og grunnskóli í Bláskógabyggð sem leggur meðal annars mikla

áherslu á samfellu á milli skólastiganna, fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Útinám er stór þáttur í

stefnu skólans og mikilvægt er að kennarar og starfsmenn skólans upplifi tækifæri til fjölbreyttra kennsluhátta

útivið.

Í skólanum er lagt áherslu á góða samvinnu allra þeirra sem starfa í skólanum. Námsumhverfi nemenda

endurspeglast meðal annars í ánægðu og samstilltu starfsfólki.

Störfin henta jafnt körlum sem konum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir skólastjóri í síma: 480-3030

eða í gegnum tölvupóst elfa@blaskogaskoli.is