Bláskógaskóli á Laugarvatni óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður fyrir næsta skólaár.

Leikskólakennarar á leikskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni 100% stöður.

 Umsjónarkennari til starfa í teymiskennslu á miðstigi, 100% staða.

 Sérkennari 40% staða á báðum skólastigum.

Hæfniskröfur:

 Leyfisbréf á viðkomandi skólastigi og /eða viðurkennda háskólamenntun

 Reynsla af teymisvinnu

 Færni í mannlegum samskiptum

 ART þjálfari er kostur

 Tras réttindi er kostur á leikskólastigi

 Jákvæðni og áhugi fyrir margbreytilegu starfi

 Lausnamiðun í starfi er mikilvægur eiginleiki

 Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 Áhugi á útinámi og fjölbreyttum kennsluháttum

Bláskógaskóli á Laugarvatni er samrekinn leik og grunnskóli í Bláskógabyggð sem leggur meðal annars mikla áherslu á samfellu á milli skólastiganna, fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Grenndarkennsla er stór hluti af starfinu og verið er að vinna að þróunarverkefni þar sem lögð er áhersla á útinám með fjölbreytta kennsluhætti að leiðarljósi þvert á skólastig.

Í skólanum er lagt áherslu á góða samvinnu allra þeirra sem starfa í skólanum. Við leggjum áherslu á að þeir sem tilheyra starfsmannahópnum upplifi hann sem eina heild. Námsumhverfi nemenda endurspeglast meðal annars í ánægðu og samstilltu starfsfólki. Á næsta ári verður lögð sérstök áhersla á að þróa teymiskennslu og því einkar mikilvægt að samvinna, lausnamiðun og gleði séu einkennandi eiginleikar.

Störfin henta jafnt körlum sem konum.

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir skólastjóri í síma: 480-3030 eða í gegnum tölvupóst elfa@blaskogaskoli