Bláskógaskóli Reykholti óskar eftir að ráða umsjónarkennara á miðstigi og stuðningsfulltrúa/leiðbeinanda í Frístund

Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum eru 83 nemendur og þar starfa 20 starfsmenn. Kjörorð skólans eru Virðing-Vellíðan-Samvinna. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, teymisvinnu, verkefnamiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti og list- og verkgreinar.

Bláskógaskóli í Reykholti er annar tveggja grunnskóla Bláskógabyggðar. Gott samstarf er við leikskólann Álfaborg í Reykholti, Bláskógaskóla á Laugarvatni og Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Eftirfarandi störf eru í boði:

Umsjónarkennari á miðstigi

Um er að ræða 100% stöðu umsjónarkennara í teymi á miðstigi.

 

Hæfniskröfur:

 • Kennsluréttindi
 • Áhugi á fjölbreyttum kennsluháttum
 • Reynsla af teymisvinnu er kostur
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta
 • Stuðningsfulltrúi/leiðbeinandi í Frístund

  Um er að ræða 80% stöðu stuðningsfulltrúa og leiðbeinanda í Frístund

  Vinnutími er frá kl. 11-16:30

   

  Hæfniskröfur:

  • Góð færni í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Framtakssemi og jákvæðni
  • Góð íslenskukunnátta
  • Störfin henta jafnt körlum sem konum.
  • Umsóknarfrestur er til 6. ágúst 2020.
  • Nánari upplýsingar veitir Lára Bergljót Jónsdóttir, viðtakandi skólastjóri, í síma 847 5353. Umsókn ásamt ferilskrá skal send á netfangið lbj@blaskogaskoli.is.