Blómstrandi tónleikahald í Skálholti

 

 

Nú er undirbúningur fyrir Sumartónleika í Skálholti kominn á fullan skrið og spennandi að fylgjast með því sem þar er í vændum. Á sumartónleikunum í ár koma fjölmargir íslenskir listamenn fram en einnig erlendir gestir frá Svíþjóð, Frakklandi og síðast en ekki síst er von á heimsfrægum ungmennakór frá Ástralíu, The Gondwana singers. Dagskráin í sumar einkennist af því, sem hefur reyndar verið á stefnuskrá Sumartónleikanna frá upphafi, en það er nútímatónlist og nýsköpun og svo á hinn bóginn barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. Staðartónskáld 2017 er ein af okkar frábæru ungu tónskáldum, María Huld Markan Sigfúsdóttir. Á laugardögum kl.13 eru einnig haldnir fræðandi fyrirlestrar í Skálholtsskóla um efni sem tengjast tónleikahaldinu (sjá nánar á heimasíðu Sumartónleikanna)

Sumartónleikaröðin 2017 hefst með tónleikum Hljómeykis þann 8.júlí. Hljómeyki mun þá flytja verkið Ljósbrot eftir John Speight, en hann samdi tónlistina árið 1991, sem þakklætisvott fyrir þann innblástur sem hann fékk frá steindu gluggunum sem Gerður Helgadóttir hannaði fyrir kirkjuna. Með því að flytja þetta verk vilja Sumartónleikarnir minna á myndlistina í Skálholtskirkju sem þarfnast viðgerða og viðhalds. Það á ekki bara við um gluggana heldur líka altaristöflu Nínu Tryggvadóttur.

Á heimasíðu sumartónleikanna má fá nánari upplýsingar um dagskrána og hvetjum við fólk til að kíkja á hana og finna viðburði við sitt hæfi. Aðgangur á alla tónleika er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum við innganginn. Að hlýða á tónleika í Skálholtskirkju getur gert heimsókn um Suðurland að ógleymanlegri tónlistarupplifun.

http://www.sumartonleikar.is/

https://www.ismus.is/i/person/id-1009658

 

 

 

Nature, history and culture. In Skálholt old a new meet in a very special way. Music is in the air.

The programme of The Skálholt Summer Concerts is now being prepared for the summer season. We are expecting many artists and a great variety of music will be performed. As always our concerts much turn around two concepts; new music and composers of our time, and then on the other hand, baroque music performed on period instruments.

This year musicians from Iceland, Sweden, France and Australia will come to make music in Skálholt and María Huld Markan Sigfúsdóttir is composer in residence summer 2017. During the concert weekends informative lectures are proposed in Skálholt School.

The series starts on July 8th with one of Iceland’s finest chamber choirs Hljómeyki performing Ljósbrot (Fragments og light) which John Speight composed in 1991 and dedicated to Skálholt Church, more specifically to the stained windows designed by Gerður Helgadóttir. The work of art in Skálholt Church is held in high esteem in Iceland and at the moment friends of Skálholt are concerned about their maintenance.

We recommend that you look up The Summer Concert site and more particularly the programme for the summer. Coming to Skálholt Summer Concerts is an extraordinary way to experience exquisite culture in the unique settings history and nature provide. Free entrance, donations welcome at the door. Enjoy.

 

Summer Concerts Skálholt http://en.sumartonleikar.is/

More info about María Huld Markan Sigfúsdóttir

https://www.bbc.co.uk/music/artists/84bb766a-512a-4044-a599-a2ffc52bee25