Boð á kynningarfund um raunfærnismat
Fjölbrautaskóli Suðurlands og Fræðslunet Suðurlands ásamt Iðunni fræðslusetri (fræðslumiðstöð iðnaðarins) og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boða til kynningarfundar um raunfærnimat í húsasmíði í Iðu (nýtt íþrótta- og kennsluhúsnæði Fjölbrautaskóla Suðurlands), Tryggvagötu 25 á Selfossi, mánudaginn 10. maí kl. 20.
Þeim, sem hafa unnið við húsasmíði í að minnsta kosti 5 ár og eru orðnir 25 ára, býðst nú fyrstum allra á Suðurlandi raunfærnimat. Raunfærnimatið er ætlað þeim
- sem uppfylla ofangreind skilyrði og hafa einhverntíma byrjað nám í húsasmíði en ekki lokið
- sem uppfylla ofangreind skilyrði þó þeir hafi ekki stundað skólanám í iðngreininni
Matið getur jafngilt einingum í námi.
Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunverulegri færni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvenær hennar hefur verið aflað. Allir sem fara í raunfærnimat fá góða aðstoð fagfólks. Matið er ókeypis.
Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð í lífinu, svo sem með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félgagsstörfum og fjölskyldulífi.
Með raunfærnimati fæst viðurkennd staðfesting á raunfærni einstaklings þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann. Þannig styttir raunfærnimat skólanám þeirra sem eru metnir ef þeir hugsa sér nám í húsasmíði í þessu tilviki.
Nokkur reynsla er komin á raunfærnimat í nokkrum iðngreinum á Íslandi frá því Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var falið að þróa aðferðir við matið. Iðan fræðslusetur hefur haldið utan um mörg þessara verkefna og hefur því reynslu af því að stýra þeim. Sömuleiðis hafa náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands ásamt fagkennurum Fjölbrautaskólans undirbúið sig sérstaklega fyrir verkefnið.
Það er okkur metnaðarmál að ná til sem allra flestra á Suðurlandi sem þetta á við um.
Aðferðin við raunfærnimat er viðurkennd af hagsmunaaðilum og menntayfirvöldum á Íslandi.
Vinsamlega skráið ykkur á kynningarfundinn í síma 480-8155 eða á netfangiðfraedslunet@fraedslunet.is
Með vinsemd,
Örlygur Karlsson Ásm. Sverrir Pálsson
skólameistari FSu framkvæmdastjóri FnS