Breyting á þjónustu vegna COVID-19

  1. nóvember 2020

Takmarkanir á starfsemi Bláskógabyggðar taka mið af auglýsingu ráðherra sem gildir frá miðnætti 30. október 2020. Eftirfarandi breytingar tóku þá gildi varðandi starfsemi Bláskógabyggðar og þjónustu sveitarfélagsins vegna COVID-19.

Skrifstofa:

Skrifstofa sveitarfélagsins er með hefðbundinn afgreiðslutíma. Gætt skal að því að virða fjarlægðarmörk (2ja metra reglu). Hvatt er til þess að hafa samband við skrifstofuna með tölvupósti eða í gegnum síma, fremur en að koma á staðinn.

 

Bláskógaveita:

Starfsemi er hefðbundin að öðru leyti en því að starfsmenn sinna ekki álestrum og mælaskiptum inni á heimilum. Gætt skal að því að virða fjarlægðarmörk (2ja metra reglu).

 

Bókasafn:

Bókasafnið í Bláskógaskóla, Reykholti, er lokað á skólatíma, en opið á hefðbundnum opnunartíma utan skólatíma.

Bókasafn Menntaskólans á Laugarvatni er lokað.

 

Félagsheimilið Aratunga:

Lokað er fyrir útleigu á Aratungu.

 

Félagsmiðstöð:

Félagsmiðstöðin Zetor verður lokuð.

 

Gámasvæði:

Afgreiðslutími er hefðbundinn. Gætt skal að því að virða fjarlægðarmörk og vera með grímu ef ekki er unnt að virða 2ja metra reglu. Regla um fjöldatakmarkanir (10 manns) gildir á gámasvæðum.

 

Íþróttamiðstöðvarnar í Reykholti og á Laugarvatni:

Sundlaugar og íþróttahús eru lokuð.

 

Mötuneyti Aratungu:

Lokað er fyrir aðgang kostgangara að mötuneyti og gildir það einnig um gesti á stofnunum sveitarfélagsins.

Lokað er fyrir aðgang eldri borgara að mötuneyti, en þeir geta sótt mat á staðinn til að taka með heim, eða fengið mat sendan heim. Mötuneyti starfar með hefðbundnum hætti fyrir grunn- og leikskóla.

 

Matur fyrir eldri borgara á Laugarvatni:

Enn sem komið er geta eldri borgarar á Laugarvatni ekki komið í mötuneyti ML, þar sem ýmsar takmarkanir gilda.

 

Skólastarf í Bláskógabyggð:

Leikskólar starfa með hefðbundnum hætti þar sem takmarkanir á samkomuhaldi gilda ekki fyrir börn fædd 2015 og síðar. Takmarkanir gilda hvað varðar starfsfólk og foreldra.

Breytingar þær sem verða á starfi grunnskóla munu skólastjórnendur kynna hvor í sínum skóla.

 

Velferðarþjónusta Árnesþings – afgreiðsla meðan neyðarástand almannavarna stendur yfir

Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofu meðan neyðarástand almannavarna stendur yfir. Þjónusta er veitt gegnum síma og tölvupóst eða fjarfundabúnað þegar við á.

Uppsveitir s. 480-1180

Barnavernd – Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 483-4000. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Heimaþjónusta – sími 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is

Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur – vinsamlega hringið í 480-1180 eða sendið tölvupóst á netfangið sigurjon@arnesthing.is

Málefni fatlaðs fólks – áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000,

Netfang arna@arnesthing.is

 

 

Almennt um stofnanir sveitarfélagsins:

Leitast verður við að hafa fjarfundi í stað funda á staðnum og ekki verða haldnir fundir á staðnum með utanaðkomandi aðilum. Takmarka skal eins og hægt er ferðir starfsmanna á milli stofnana, en þar sem það er nauðsynlegt verði grímuskylda (dæmi starfsmaður sem sækir mat í mötuneyti, starfsmaður sem sinnir nauðsynlegu viðhaldi o.þ.h.). Heimsóknum utanaðkomandi aðila (s.s. eftirlit, viðhald, þjónusta) verður frestað ef unnt er, en ef nauðsynlegt reynist að fá utanaðkomandi aðila inn á stofnun þá er grímuskylda og skal þess gætt að viðkomandi aðili hitti sem fæsta starfsmenn, nemendur eða aðra notendur þjónustu. Í þeim tilvikum þar sem verktakar sinna ræstingum utan opnunartíma er ekki grímuskylda.